Ég nenni þessu alls ekki

Nei, ég nenni þessu alls ekki. En alla vega, ég bloggaði um daginn og hafði fyrirsögnina Stærstu mistök Íslandssögunnar. Ég hef fengið viðbrögðvið þessu í e-pósti, sem innleggi á blogginu og feisbókinni. Sannleikurinn er sá að þrátt fyrir athugasemdirnar hefur sannfæring mín ekki haggast. Ég ætla aðeins að svara þessu þó að ég nenni því alls ekki.

Þegar við Valdís vorum á Íslandi í vor var það skoðun margra að það ætti ekki að borga skuldina við breta og hollendinga. Ég segi aftur, það var skoðun margra. Ríkisstjórninni var krossbölvað fyrir að láta sér detta í hug að borga. Það voru líka stjórnmálamenn með í þessu. Svona einfalt er þetta. En í hita bardagans og eftir því sem mánuðirnir líða gleymist þetta og að lokum gufar vitneskjan upp og verður að engu. Þetta er eins og afneitun hjá alkohólistum. En þetta hefur sem betur fer mikið breytst síðan í vor en ég hef samt séð á mörgum smábloggum undanfarið að það eru ennþá margir við sama heygarðshornið. Svo leit ég aðeins í tölvu í Vornesi seinni partinn í gær og fann þá þessa feisbókargrúppu:

Ég skulda Bretum og Hollendingum ekki krónu

Nú þegar ég er að skrifa þetta sólarhring seinna er fjöldi þátttaka í grúppunni 3500 manns. Já, en heyrðu Guðjón, hlustarðu á svona bull, vill kannski einhver spyrja. Þetta er ekki meira bull en svo að það gætu hafa verið til dæmis 15 000 eða 25 000 nöfn af þessu tagi á listanum sem forsetanum var færður og var hluti af þeim gögnum sem hann vann eftir og tók ákvörðun útfrá.

Ég tel það stórhættulegt að láta umsagnir erlendra aðila eins og vind um eyrun þjóta. Ég las áðan greinina eftir Uffe Elleman Jensen, Bananalýðveldið. Í myndtexta með greininni segir hann: „Það er eins og harðgerðir Íslendingarnir hafi misst allt raunveruleikaskyn.“ Danir voru margsinnis búnir að vara við bankahruninu en það var dæmt sem bull í þeim.

Í fyrsta skipti í morgun hafa vinnufélagar mínir talað niður til Íslands í mín eyru. Við Valdís skruppum niður í bæ í dag og hittum blaðakonu sem er með Valdísi í kórnum. Nú gekk það of langt, sagði hún alvarleg, jafnvel þó að menn ætli að borga mega menn ekki draga lappirnar endalaust á eftir sér.

Ég hef velt einu fyrir mér lengi. Þurfa stjórnarandstöðuflokkarnir tveir að fela svo mikið að það sé lífsspursmál fyrir þá að komast að áður en skýrsla þingmannanefndarinnar verður birt? Ég lít á þá sem höfuð bófana. Ef þeir hefðu ekki staðið í veginum væru íslensk stjórnvöld að vinna að mörgum nytsamlegum málum í dag. Til dæmis til að mæta vandamálum heimilanna, vandamálum skuldsettra húseigenda með mörgu öðru nauðsynlegu.

Hér eftir ætla ég að snúa mér að mikið skemmtilegri bloggum en þessum tveimur síðustu.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0