Heima í Örebro

Við erum komin heim eftir rúmlega hálfs mánaðar dvöl í Uppsala. Ég er búinn að blogga svo mikið um veruna þar að ég læt það duga þó að ég gæti vel farið um það mörgum góðum orðum til viðbótar. Ég get þó ekki látið vera að segja að það er sem dóttursonurinn, Hannes Guðjón, sé búinn að taka afa og ömmu góð og gild. Ég var einn með hann í vagni í dag þegar hann vaknaði og hann horfði lengi á mig án nokkurra svipbreytinga. Síðan geispaði hann löngum, stórum geispa og hélt svo áfram að vera afslappaður. Ég tók það sem að hann væri öruggur með mér einum. Amma telur sig líka vera búin að fá viðurkenninguna.

Þvílík umferð á vegunum þegar við vorum á leiðinni heim. Við fórum nánast alla leiðina í myrkri og ég get ímyndað mér að ég hafi getað haft háu ljósin á einn kílómeter af 165. Ég var orðinn þreyttur á að stara með fullri athygli móti þessum óteljandi ljósum sem komu á móti okkur. Þegar við vorum búin að bera farangur okkar inn og ég búinn að setja bílinn inn í geymslu fór ég inn á bað. Ég dró andann djúpt og svo dró ég fram baðvogina, stillti hana vel og steig á. Ég sem léttist um fimm kíló þegar ég fór í mjaðmaaðgerðina var búinn að fá að minnsta kosti sex kóló til baka. Hvað getur verið á ferðinni? Getur Guðjón inn við beinið verið átvagl? Er mögulegt að ég hafi borðað svona mikið um jól og áramót?

Þegar við starfsfólkið í Vornesi hittumst yfir jólaborðinu fyrir næstum þremur vikum sagði hún Annelie hjúkrunarfræðingur að ég hefði lagt af. Ég sagðist vita það og ég sagði henni ástæðuna. Gott sagði hún og ég vissi hvað hún meinti. Það er ekki góðs viti að maður bara léttist allt í einu og viti enga ástæðu til þess. En þegar ég þyngist meira en ég hef léttst og veit ekki ástæðuna, ætli það geti ekki líka verið alvarlegt? En án alls gamans. Sannleikurinn er sá að ég hélt að ég hefði þyngst meira. Ég hef ekki borðað, ég hef hreinlega étið alveg gengdarlaust. Nú er mál að linni og ég set hollustu, iðjusemi og gönguferðir á framtíðaráætlunina. Tek ég þetta hér með af dagskrá enda héf ég hér með viðurkennt veikleika minn...

Ég sagði í gær að nú yrði væntanlega hlé á myndaseríunum af honum nafna mínum. En hvað gerir maður ekki þegar fullt er til af þessum myndum.


Öruggur við gluggann hjá ömmu og dómkirkjan sést upp í horninu til vinstri.


Fyrirgefðu, en stundum er ég bara svo hugsi.


Er ég orðinn aleinn í stórum heimi? Nei, nei, nei, það er engin hætta á því. Svo sneri hann  sér ögn á gólfinu.


Vetur konungur ræður ríkjum úti og Fyrisáin sem er aðeins neðar er nú ísi lögð bakka á milli ofan við Íslandsfossinn. Hérna sjáum við hús sálfræðideildar háskólans. Útsýni úr stofuglugga Rósu og Péturs, útsýnið sem Hannes og amma hans höfðu á efstu myndinni.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0