Helgin að enda

Já, nú eru fáir vinnutíma eftir af þessari helgi. Klukkan er að verða sjö og um ellefu leytið geng ég út í næsta hús til að leggja mig. Ég veit af gamalli reynslu að það verður léttara fyrir mig að vakna klukkan tíu mínútur í sex í fyrramálið þar sem ég veit að ég get farið heim upp úr klukkan níu. Svo verð ég í fríi í óákveðinn tíma en mig grunar, líka af gamalli reynslu, að þetta frí verði styttra en skipulagt er á þessari stundu á þessari stundu.

Annars hefur allt gengið svo fínt þessa helgi eins og venjulega. Veðrið hefur líka verið sjálfu sér líkt með 11 til 16 stiga frosti og engin breyting á því er í sjónmáli. Við Valdís þurfum helst að fara að fá hlýrra veður en ef ekki, þá er ekkert við því að segja. Við komum ekki frá landi sem liggur norður undir heimskautsbaug til að kvarta undan kulda hér þar sem lognið er ríkjandi mánuð eftir mánuð.

En nú er frímínútum mínum lokið og ég er búinn að frétta að Íslendingar hafi tryggt sér bronsið í handboltanum.


Kommentarer
Þórlaug

Er vatnið ennþá frosið á Sólvöllum?

2010-01-31 @ 23:10:21
Guðjón

Ég veit það ekki en geri þó ekki ráð fyrir því. Það er skrúfað fyrir það við borholuna. Fyrir næsta vetur verður settur hitakapall í inntakið og þá getur þetta ekki endurtekið sig. Vatnið hefur frosið hjá fólki um allt sagði Arnold svo að það verða líklega margir sem draga hitakapla í heimtaugina sína.



Kveðja,



Guðjón

2010-02-01 @ 13:51:42
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0