Í helgarlok

Í gær fyrir hádegi fór ég í vinnu í þessu líka blíðskapar veðrinu. Það var eins stigs frost og svo skrýtið sem það var, þá var hreinlega eins og það væri nokkurra stiga hiti. Svo mikill var munurinn frá kulda liðinna vikna. Það sem ég sá skemmtilegast á leiðinni var við Hjälmaren þar sem mikið af fólki var úti á ísnum. Flestir sátu á einhvers konar stólum eða kössum og fiskuðu á færi sem þeir renndu niður um gat sem boruð höfðu verið á ísinn. Þetta kalla svíarnir að pimpla og er all vinsæl íþrótt hér í landi. Það var líka töluvert af fólki þarna sem var bara á rölti og virtist vera að heimsækja hina ýmsu fiskimenn og fræðast af þeim um aflabrögð.

Fyrir nokkrum árum fórum við Valdís á bílnum okkar út á Hjälmaren og fórum eftir leiðum sem vegagerðin hafði merkt sem vegi. Við fórum út á eyju sem heitir Vineyjan og eftir henni endilangri. Þegar við komum út á fjarlægari endann sáum við fólk þar út á ísnum sem einmitt var að pimpla. Við gáfum okkur á tal við þetta fólk sem að stærstum hluta voru finnskir menn á okkar aldri. Við spurðum eftir aflabrögðum og fengum þau svör að aflinn væri ekki til að tala um. Hins vegar skini sólin eins og við sæjum og í kassanum sem þeir sætu á væri hitabrúsi með kaffi eða kakói og svo væri brauðsneið í nestisboxinu. Lifið er gott sögðu finnarnir.

Mig hefur oft langað til að pimpla en aldrei orðið af. Það er svona þegar maður verður ellilífeyrisþegi að það finnst ekki tími til alls. En ég skildi finnana svo vel þarna á ísnum. Finnar hafa sín sérkenni og eitt af sérkennum þeirra er einmitt þetta að geta látið sólina skína á sig í hinni ýtrustu kyrrð og vera þakklátir fyrir lífið. Ég þekki marga finnska menn og konur og ég hrífst af tryggð þeirra og heiðarleika.

Að lokum ætla ég að leggja spurningu fyrir finnskan mann sem trúlega les þetta blogg. Markku, hvað heitir stóllinn eða kassinn sem menn sitja á þegar þeir pimpla? Markku kann ekki íslensku en hann les bloggin mín. Spurningin er hvort hann er ekki búin að læra íslensku af því að lesa þessi blogg.


Ævintýrahús við Hjälmaren



Kommentarer
Markku

Hej,

jadu Gudjon, de som pimplar vintertid sitter oftast på en ryggsäck med stol:

http://www.fiskeklubben-alcedo.se/skryllaryggsack_abu.jpg



Men det finns en variant som nästa bara förekommer vid pimpelfiske och det kallas för skrylla: http://www.fiskeklubben-alcedo.se/skrylla.jpg



Hälsningar Markku

2010-01-17 @ 23:50:50


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0