Kaldur er hann enn

Ég fór á Sólvelli í dag til að sækja hluti sem við þurftum að nota hér heima og til að líta eftir. Frostið á Sólvöllum þá stundina var 18 stig. Ég gekk spertur inn í húsið, hreinsaði snjóinn af fótum mér, gekk svo að inntakskrananum og skrúfaði frá. Það á að heyrast lítið pfp hljóð þegar skrúfað er frá kranum en það heyrðist ekki neitt. Svo skrúfaði ég frá krananum yfir handlauginni en það kom ekki neitt. Mín fyrsta hugsun var sú að ég segði alls ekki frá þessu. Ég fann fyrir vonbrigðum. Svo hringdi ég í hann Lars eldri, en í bílskúrskjallara hjá honum eru kranar fyrir þrjár fasteignir sem fá vatn frá sömu borholu. Ég bað Lars að skrúfa fyrir kranann á vatnslögninni okkar. Já, sagði Lars alvarlegur, vatnið er búið að frjósa víða enda hefur þetta alls ekki verið eðlilegt að undanförnu.

Jafnfallinn snjórinn er 30 sm.  Ég tók strákústinn við dyrnar og gekk aðeins frá húsinu og rak skaftið þar niður. Og viti menn, jörðin var þýð undir snjónum. Þegar ég skrifa þetta núna um ellefu leytið trúi ég því varla en svona var það. Samt náði að frjósa vatnið undir húsinu. Ég læt setja hitaþráð í vatnslögnina niður á vel frostfrítt dýpi í sumar. Eftir klukkutíma dvöl á Sólvöllum fór ég heim og þá var frostið orðið 22 stig. Núna í kvöld er það 24 stig hér í Örebro og á svona að vera einn til tvo daga til viðbótar. Síðan á frostið að minnka og verða um tíu stig. Þá finnst manni vorþeyr fyrir utan að snjórinn bráðnar ekki.

Ég kom við hjá grönnunum Lars yngri og Stínu. Vatnið hjá þeim kemur inn í smá kjallaraholu og þar fraus það innan við vegg. Lars var búinn að kaupa hitaþráðinn sem ég talaði um áðan og ætlar að setja í inntakið hjá sér. Svona gengur nú lífið í Sviþjóð. Á morgun er það vinna frá hádegi og fram að hádegi á sunnudag. Svo verðum við rík.


Þessi Sólvallamynd er frá því fyrir áramót.


Kommentarer
Markku

Hej Gudjon,

hemma igen. Och visst hade kylan gjort sitt härhemma, I Onsdags hade vattnet frusit och säkringar gick på löpande band. Men konstigt nog, så löser sig sånt även fast jag inte är hemma ;)

Det kan vara bra att komma hemifrån i tre dagar och se livet fungerar även utan mig, det trodde jag inte förr, men numera vet jag, av många skäl.

2010-01-09 @ 10:34:19
Þórlaug

Sæll Guðjón.

Jú það er vorþeyr hérna, dálítið hvasst og rigning, allur snjór farinn og klakinn með. Úti er svarta myrkur þótt klukkan sé farin að ganga ellefu. Í gær var svolítill snjór og bjart yfir, þá sást dagsbirtan í austri um hálf tíu. Hvort er nú betra?

Vonandi hlýnar bráðum hjá ykkur svo þið fáið vatnið aftur.



Kveðja,

Þórlaug

2010-01-09 @ 11:09:49
Anonym

Veðurskýrlsa frá Uppsala. 13 stig í mínus. Ég og Hannes fórum samt út í gönguferð. Sólin skein/skín og það var voðalega fínt úti. Hannes svaf vel.



Kveðja,



R

2010-01-09 @ 13:14:24
Gudjon

Halló halló thid öll. Takk fyrir vedurskýrslur. Ég er hálfnadur ad blogga nýja skýrslu frá mér, verdur tilbúin sídar í dag.



Ég bendi á per.blog.is

Hann er frá Álandseyjum og býr í Reykjavík og bloggar sérstaklega látlaust en fínt.



Markku, jag föreslår att du tittar på per.blog.is. Han bloggar på svenska, är från Åland, och han är så anspråkslös men riktif i sina bloggar.



Kvedja/ hej hej



Gudjon

2010-01-09 @ 15:03:52


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0