Komin heim frá Uppsala

Nýr dagur hófst í Uppsala upp úr klukkan átta í morgun og kvefgemlingurinn afi vaknaði í mikið betra ástandi, eða öllu heldur vil ég segja að mér fannst sem ég væri í fullum bata. Nú gat ég farið að tala almennilega við hann nafna minn og hann tók því fegins hendi. Við töluðum um skógarferðir, álfa, fólkið á götunni, ömmu, mömmu og pabba og hlógum alveg af hjartans lyst. Það var nú meira fjörið í okkur Guðjónunum. Svona stundir verðum við að endurtaka eins fljótt og hægt er. En það er best að eyða ekki svo mörgum orðum um þetta því að það er til fullt af myndum.


Loksins tókst okkur að hittast almennilega og gera að gamni okkar.


Afi, ertu viss um að þú skiljir mig? Já, auðvitað skildi afi og svo héldum við áfram að spjalla.


Það var svolitið erfitt fyrir ömmu að ná myndunum þegar drengurinn hló mest. Stundum hló hann svo mikið að hann hreinlega skrækti af hlátri. Það var voða gaman fyrir alla nærverandi og sagði að hann er hraustur og líður vel


Heldurðu ekki afi að ég sé sé farinn að nota varirnar þegar ég tala? Jú-ú, það væri ekkert almennilegt mannamál sem ég tala ef ég ekki gerði það.


Það er svo gott eftir glaða stund að borða góða matinn sem mamma útbýr handa mér. Svo útbýr pabbi líka oft mat handa mér og þeim finnst svo gaman að gefa mér því að ég er svo duglegur að borða. Þetta finnst ömmu líka

Svo héldu amma og afi heim á leið ánægð með heimsóknina til fjölskyldunnar í Uppsala. Enginn glaður drengur var með en minningarnar voru með í staðinn.

Snjórinn féll niður í örsmáum kornum og frá því í gær hefur bætt mjög í snjóinn. Nú er líklega mesti snjór sem við höfum séð á Örebrosvæðinu. Snjóruðningstæki voru á ferðinni, tankbíll lá á hliðinni við vegkantinn, nokkrir bílar runnu hver á annan í Örebro og hingað og þangað voru óhöpp að eiga sér stað. Við héldum okkur á réttum vegarkanti sem svo margir aðrir, en svo voru nokkrir sem virtust hafa mikilvægum erindum að sinna og tóku framúr á mikilli ferð. Á morgun fer ég í vinnu og fyrir mánudagsmorgun verð ég búinn að skila tæplega viku vinnu. Ég treysti því bara að það verði gott fólk innskrifað í Vornesi þessa helgi eins og flestar aðrar helgar. Þá verður líka gott að vera þar. En núna skal ég setja lax í pott og sjóða upp á honum. Svo verður veisla.


Kommentarer
Rósa

Mikið er ég glæsileg að borða eggið mitt þarna á bak við þig pabbi minn...



Kveðja,



R

2010-01-28 @ 21:33:40
Guðjón

Já, ég var reyndar búinn að sjá það. Ég var svolítið eigingjarn á myndirnar, að nota bara mundir af okkur nöfnunum.



Kveðja,



pabbi

2010-01-28 @ 22:28:08
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0