Kvedur kuldaljód

Í morgun var enn 25 stiga frost heima í Örebro en svo bjart klukkan hálf níu ad ég thurfti ekki ad kveikja ljós til ad sjá á hitamaelinn. Ég get svo sem ekki sagt ad mig hafi langad ad fara í vinnuna 63 km í burtu. En ellilífeyristhegarnir í Vornesi eru ekki svikulir og af stad hélt ég eftir morgunverd og kaffi og smá spjall um ad pakka nidur búslód. Landid var fagurt og frítt, afskaplega thrifalegt, en hvorki hlýlegt eda fjöllum skreytt. Ég er búinn ad frétta ad í Kiruna sem er mjög nordarlega sé níu stiga frost um midjan dag og á ödrum stad tharna langt uppi, eina 1000 km, sé thriggja stiga frost. Thad finnst thví von fyrir okkur hér i Mid Svíthjód ad nordlendingarnir sendi okkur eitthvad hlýrra vedur svo sem upp úr helgi.

Mér var hugsad til allra theyrra dýra sem hraerast úti í thessum kulda. Hvernig er thad eiginlega ad vera sídasta árs dádýrskid eda ófrísk verdandi dádýrsmamma í thessu vedri. Kalt er mér á k l ó. Ég sá engin dýr á leidinni en hér í Vornesi hafa hérarnir verid mikid á ferdinni undir gluggunum á matsalnum. Innandyra eru sjúklingarnir og their sem eru búnir ad fá eigin föt fóru í gönguferd um midjan dag thrátt fyrir allt. Inni á sjúkradeildinni komu nokkur ungmenni til mín á náttfötum slopp thar sem ég sat og spekúleradi í tema fyrir kvöldid. Theim fannst held ég svolítid dauflegt thá stundina og komu til ad athuga hvort afi hefdi nokkru ad segja frá.

Thad er óneitanlega mun leidinlegra ad skrifa á tölvu sem ekki hefur íslenskt letur. Thad dregur úr frásagnarkraftinum og er seinlegt. En thar sem ég á erfitt med att halda mér saman laet ég mig hafa thad. Samkvaemt skýrslu sem mér hefur borist frá Valdísi er 22 stiga frost í Örebro núna undir kvöldid en adeins 17 stig hér í Vornesi. Rósa sendi mér vedurskýrslu á blogginu og thar var 13 stiga frost um midjan dag. Hún og hann nafni minn voru búin ad fara í gönguferd og nafni minn tók víst Óla lokbrá med sér nidur í vagninn.

Mitt fólk situr nú á fundum sem thau annast sjálf og ég nota taekifaerid til ad senda út thetta blogg mitt. Svo skal ég fá mér te og vaena braudsneid.


Myndin er tekin frá adalinnganginum ad Vornesi milli jóla og nýárs



Kommentarer
Markku

Hej Gudjon,

har du testat att använda "virtuella skrivbord" för att skriva på Isländska, där du bara har svenskt tangentbord ? Kanske går lättare/snabbare....



http://www.virtualkeyboard.ws/

2010-01-09 @ 22:42:08


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0