Lambakjöt

Ég varð hissa áðan þegar ég las að lambakjötssala hefði dregist saman á Íslandi og að það seldist meira af bæði svína- og fuglakjöti. Þegar við Valdís komum til Svíþjóðar var hversu mikið framboð sem helst af ódýru svínakjöti og okkur fannst að við hefðum komist í feitt. Lambakjöt sáum við helst ekki í verslunum og það sem það var fannst okkur það gróft og lítið freistandi. Þar með fórum við að borða svínakjöt hér í sama mæli og við höfðum borðað lambakjöt á Íslandi. Svo liðu árin. Þegar við komum til Örebro komumst við að því að útlenskir kaupmenn seldu hér ágætis lambakjöt og við keyptum það öðru hvoru en ekki í neinum mæli. Við jafnvel söltuðum það.

Svo var það fyrir fáeinum árum að við sátum hér við matarborðið og borðuðum svínakjöt. Við horfðum á kjötfatið og höfðum enga lyst á matnum. Svo horfðum við á hvort annað og vorum sammála um að við værum orðin mett af svínakjöti. Við komumst líka að því að okkur yrði ekki lengur virkilega gott af því. Svo ræddum við þetta og urðum sammála um það að þar sem við værum búin að hafa lambakjöt sem aðal fæðu í 52 ár áður en við komum til Svíþjóðar, þá hlyti fjallalambið eiginlega að vera okkar rétta fæða. Síðan erum við búin að bisa heim mörgum kílóum af lambakjöti og það er aftur orðið aðal kjötmaturinn.

Eftir þessa breytingu fannst okkur sem maganum liði betur og okkur almennt liði betur. Meiri hlutinn af því lambakjöti sem við borðum kemur frá Ástralíu. Ekki mundi okkur leiðast ef við sæum allt í einu íslenskt lambakjöt í búðardiskunum hér. Íslenskt fjallalamb. Eða er kannski fjallalambið liðin tíð og orðið að túnalambi. Er það nokkuð ástæðan fyrir minnkandi neyslu?


Kommentarer
Valgerður

Eitt þarf að athuga í þessum upplýsingum um lambakjöt að kaup á á kjöti beint frá bónda hefur aukist og ég veit ekki hvort það er inni í þessum sölutölum. Það þarf að athuga það. Auk þess er mun oftar tilboð á svínakjöti og kjúklingi og því stýrir það innkaupum hjá fólki.



Kv

Valgerður

2010-01-22 @ 17:14:12


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0