Síðasti dagur í Uppsala að sinni

Það verður trúlega um hádegi á morgun sem við kveðjum gestgjafa okkar hér í Uppsala. Við munum sakna þeirra allra og ekki síst unga drengsins sem margsinnis dag hvern bræðir hjarta afa og ömmu með sínu blíða brosi. Við höfum líka orðið vitni að því einu sinni enn hvað þessum smáu einstaklingum fer hratt fram þegar þau eru komin svolítið á strik og lifa í góðri umönnun foreldranna. Ég fór í burtu í þrjá daga til að vinna og ég sá ótrúlega miklar framfarir í þroska drengsins þegar ég kom til baka.

Það er enn vetrarríki í Svíþjóð. Það er gott að það komi vetur en þessi kuldakafli kom ótrúlega snemma. Við förum bara gætilega á heimleiðinni á morgun, þá mun okkur vegna vel.


Haldiði ekki að mér hafi verið skipað að taka barnavagnaprófið að nýju. Dómnefndin var auðvitað mamma, pabbi og amma barnsins. Ég stóðst prófið sögðu þau. Svo gerðu þau grín að mér á eftir vegna bláa pokans sem er í körfunni undir vagninum. Þetta er nefnilega pokinn sem notaður er af áfengisverslun ríkisins í Svíþjóð fyrir þá sem þiggja poka undir flöskurnar sínar. Ég er víst orðinn svo lítill heimsmaður og fátíður gestur í ríkinu að ég vissi þetta ekki. Þau voru að tala um að það væri betra að fólk í Vornesi sæi ekki til mín við þessar aðstæður. Í pokanum voru föt sem átti að skipta í verslun. Þessi verslunargata er upphituð en hefur þo ekki undan að bræða af sér.


Þetta er Íslandsfossinn í Fyrisánni í Uppsala og yfir honum er Íslandsbrúin. Konan sem stendur til hliðar við fossinn er íslensk og maðurinn bakvið myndavélina er íslenskur. Nokkra tugi metra bakvið ljósmyndarann er Íslandsgatan. Þetta er bara mjög íslenskt eða hvað? Húsin handan við brúna eru tilheyrandi sálfræðideild háskólans í Uppsala.


Að lokum sýni ég þrjár barnamyndir. Það verður svo væntanlega hlé á svoleiðis myndum hjá mér um sinn.


Afi og amma, sjáið bara hvað ér er orðinn stöðugur á fótunum. Mamma hjálpar mér bara pínulítið.


Svo er ég farinn að borða mat líka og matur er alveg hræðilega góður. Svo góður að ég vil ekki hætta þegar ég fæ ekki meira. Það verður líka að passa á mér hendurnar svo að ég slái ekki matinn úr skeiðinni


Þessi uppstilling var gerð alveg sérstaklega fyrir afa og ömmu.


Kommentarer
Rósa

Þú lítur bara vel út með vagninn, pabbi minn. En þessi vagn er samt ekki eins töff og thunderburdvagninn sem ég var í, eller hur?



Kveðja,



R

2010-01-03 @ 09:24:58
Guðjón

Það er auðvitað erfitt að slá við thunderburdvagninn en þessi er nú fínn líka og það var mjög gott að stjórna honum. En þeim er í þessum vagni er erfitt að slá við.



Kveðja



Guðjón

2010-01-03 @ 09:31:32
URL: http://gudjon.blogg.se/
Per Ekström

Guðjón! Trevligt med dina blogg från Uppsala. Jag känner ganska väl till staden, eftersom jag som ålänning ofta farit på besök där. Handlat på IKEA m.m. Nuförtiden har jag en god vän där, Iwan Erichsson, som jag har regelbunden kontakt med via MSN och Facebook. Under min studietid i Åbo besökte jag någon gång Uppsala och studentlivet där.

F.ö. mycket intressant att läsa Dina blogg-inlägg och se alla fina bilder, som Du sätter in.

Är ni åter i Örebro nu?



Mvh/ Per E.

2010-01-03 @ 21:32:09
URL: http://www.per.is
Gudjon

Hej Per!

Ja, vi är åter i Örebro nu och jag bloggade lite om det för någon minut sedan. Jag ser mycket framemot det att se våren klä Uppsala i grönt. Jag har kommit där under sommartid men nu det är för ganska länge sen. Många har pratat om det med mig att Uppsala är en fantastisk sommarstad. Jag gillar den anspråkslösa stilen som dina blogg har.



Mvh från Guðjón

2010-01-03 @ 21:57:52
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0