Silfur- og kristalhallir

Thad voru miklar silfur- og kristalhallir sem ég fór gegnum stuttu fyrir hádegi í dag á leid í vinnuna. Eiginlega var thad sumstadar eins og af ödrum heimi thó ad ég hafi ekki verid thar til ad gera samanburd. En alla vega, thad var hreinlega óraunverulegt sums stadar. Hárfínir greinaendar bjarkanna héngu í örgrönnum silfurthrádum svo metrum skipti á utanverdum kristal og silfurlitudum krónunum. Thetta var alveg ótrúlegt ad vera vitni ad og ég held ég muni ekki eftir svo hrímudum skógi sídan 1994 thegar vid Valdís vorum eitt sinn á leid frá Svärdsjö í Dölunum til Falun. Thá urdum vid alveg ordlaus yfir thví sem vid sáum.

Á undan mér í dag voru vörubílar sem óku haegt og ég sá ekki ástaedu til ad taka framúr theim. Thad gaf mér gott taekifaeiri til ad fylgjast med. Myndavélin var í bakpokanum en ég tók ákvördun um ad láta myndatökuna bída morguns og treysta á sama vedur thá líka.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0