Sniðugt

Sniðugt með þessa tölvu, fyrir nokkrum dögum kunni hún ekki íslenska stafrófið en núna er hún eldklár í því. Ég er nefnilega í vinnunni og í morgun sá ég tölvukalla á hlaupum hér í húsinu og spurði þá hvort þeir gætu ekki sett íslenska stasfrófið upp í þessari tölvu. Þeir héldu nú það og hér er árangurinn. Annars hef ég engan tíma til að blogga núna en get þó ekki látið vera að koma aðeins að því.

Veturinn lætur sér ekki segjast en það er í raun eins og hægt sé að finna á sér að þetta eigi að vera svona á þessum árstíma og það er einfaldlega þannig. Mikið verður vorið fljótt að koma undan snjónum þar sem öll jörð er þýð undir. Vorið verður ekki minna stórfenglegt en öll hin árin og ég þarf ekki að leggja mig fram um að hlakka til. Ég hlakka til.

Það er rólegur hópur fólks hér í Vornesi sem vinnur að því að koma reiðu á líf sitt. Mér dettur í hug nú um leið og ég skrifa þetta að það eru ýmsir sem þyrftu að gera slíkt hið sama, koma reiðu á líf sitt, þó að það snúist ekki um áfengi. Mikil óreiða er á ferðinni samt. Ég held næstum að ég hætti að líta í íslensku blöðin því að það eru alltaf nýjar fyrirsagnir um voðaverk manna. Það þyrfti að senda allan þennan lýð í meeeeðferð en hýða þá mikið og lengi fyrst. Nú er frítími minn útrunninn. Eigið góða helgi og hlustið ekki á ljótu fréttirnar.

Bless, bless.


Kommentarer
Þórlaug

Á Íslandi snýst allt um handboltann, „STRÁKARNIR OKKAR" komnir í undanúrslit á Evrópumótinu og tveir til þrír leikir sýndir annan hvern dag. Ekki er talað um annað, það kom þó stórfrétt úr fjármálaheiminum í dag en lífið er handbolti þessa dagana. Frábært að fá svona lyftistöng til að ýta burtu leiðinlegu icesave þrasi og hressa landann við. Á morgun kl. eitt spila strákarnir við Frakka um hvort þeir komast í úrslitaleikinn eða ekki.



Kveðja,

Þórlaug



ÁFRAM ÍSLAND

2010-01-29 @ 23:16:32
Guðjón

Mikið er ég búinn að reyna að svara þessum kommentar þínum Þórlaug en mér hefur ekki tekist að senda hann. Nú er svar mitt orðið úrlet held ég. En ég sagði þar meðal annars að brons er líka verðlaun, ekki bara gull og silfur.



Kveðja, Guðjón

2010-01-30 @ 21:31:23
URL: http://gudjon.blogg.se/
Þórlaug

Sammála, þeir eru búnir að standa sig frábærlega þó Frakkar hafi unnið í gær, þeir eru með mulningsvél. Svo eru þeir komnir á heimsmeistaramótið án þess að fara löngu leiðina:-)))

2010-01-31 @ 14:05:54


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0