Snjókoma

Það snjóar drjúgt hér og á að gera fram til morguns. Norsk veðurstofa sem Pétur hefur fundið á netinu sýnir hvernig veður eiga að ganga yfir samkvæmt spá þeirra, og þar kom fram að það ætti að byrja að snjóa í Uppsala klukkan ellefu. Klukkan ellefu byrjaði svo að snjóa. Svo heyrði ég í manni í Eskilstuna og þegar hann heyrði þetta gat hann staðfest að nákvæmlega það sama hefði skeð þar, það hefði byrjað að snjóa á mínútunni samkvæmt spánni. http://www.yr.no/sted/Sverige/Uppsala/Uppsala/ Svo er hægt að setja alla mögulega staði inn á þetta og sjá veðrið hreint út um allt, hvort heldur er í Hrísey, Vestmannaeyjum eða Reykjavík

Hannes er búinn að vera úti um tíma með mömmu og ömmu og þá er gott tækifæri til að setjast við tölvuna og setja nokkur orð á blað. Annars er ekki réttnefni að setja orð á blað, ætli það sé ekki frekar að setja orð á skjá. Það var á mánuðunum áður en við Valdís fórum til Svíþjóðar og við dvöldum í Reykjavík, að við höfðum skiptst á e-pósti ég og Svandís Svavarsdóttir. Svo endaði hún einn tölvupóstinn á orðunum; við skjáumst.

Nú er Valdís komin til baka frá útivistartímanum með Hannesi Guðjóni en þau mæðginin ætla að anda að sér meiru útilofti. Það veitir ekki af þegar afi kemur í heimsókn með kvefpest að byggja upp varnarkerfi líkamans. Það er fúlt að koma í heimsókn og halda sig svo í mátulegri fjarlægð frá fólki. Ekki það að ég fái fyrirskipanir um það en það er bara svo sjálfsagt að fara varlega og ekki vil ég fá hnerrakast með barnið á handleggnum. Ég er þeim ósköpum gæddur að fá hnerraköst þar sem ég hnerra hvað eftir annað í einni lotu og þegar ég er kvefaður er eins og þessi hnerraköst fái snaraukinn kraft. Þá vitið þið það.

Mæðgurnar er mættar eftir útivistina og nafni minn starði á mig meðan amma klæddi hann úr útigallanum, þennan undarlega mann sem sem alltaf er í ákveðinni fjarlægð frá honum. Það næsta sem ég hef komið er að taka í tærnar á honum. Nú er boðið upp á súkkulaði að drekka. Namm namm, ég þangað.


Stóllinn minn er bestur og þegar ég er búinn að henda öllu dótinu mínu á gólfið kemur alltaf einhver til að tína það upp til mín aftur.


Kommentarer
Þórlaug

Alveg vissi ég að hann Hannes Guðjón myndi þekkja ykkur aftur þegar þið kæmuð.

Bestu kveðjur úr vorinu á Íslandi, runnarnir eru byrjaðir að fá smá lauf undir norðurveggnum hjá mér!!!

2010-01-27 @ 19:24:27


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0