Uppsala

Það er ekki hægt að segja hér eins og segir í ljóðinu "Nú er hann enn á norðan/næðir kuldaél". En það er nokkuð frost og það er snjór, að stærstum hluta snjórinn sem byrjaði að koma um miðjan desember. Á miðvikudag á svo að bæta verulega í þann snjó. Við Valdís erum orðin alveg ringluð í stússinu með að flytja. Að hirða, henda, gefa í Myrorna, að leggja til hliðar, að bíða með að ákveða, hirða kannski, henda kannski, nei, nú varð það of mikið. Við erum á leið til Uppsala til að ná áttum. Við verðum líka að hitta dóttursoninn áður en hann hættir alveg að þekkja okkur. En nú er enginn tími til að blogga, bara tími til að leggja af stað.


Þau mega svo sannarlega vera stolt af honum. Hann er að ferðast í lest þarna og lítur út eins og sannur heimsmaður.



Kannski hann horfi út um gluggann þarna með afa seinni partinn í dag, eða henni ömmu sinni. Líta eftir öndunum á Fyrisánni eða umferðinni yfir Íslandsbrúna í Uppsala. Svo verða teknar nýjar myndir og birtar á bloggi.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0