Ævintýraheimur

Í gærkvöldi var ég í vinnu reyndi ég þaðan að lýsa á blogginu náttúrunni eins og hún lítur út þessa dagana en mistókst það auðvitað. Það þarf mikinn meistara til að gera það ef það á ekki einfaldlega að mistakast. Þar að auki hafði ég ekki íslenska stafrófið í tölvunni sem ég notaði og ekki bætti það úr skák. Nú er kannski oft og víða hægt að ná svona myndum á einum og öðrum stað, en þegar stór hluti landsins lítur út eins og myndirnar tala, þá er landið líka stórfenglegt. Leiðin í Vornes er 63 km og álíka langt heim trúi ég og það er ekkert lát á dýrðinni.

Veðrið er ekki alveg venjulegt. Járnbrautarsamgöngur eru mjög truflaðar vegna þess að það er þoka sem leggst svo sem hrím á járnbrautarteina, ekki bara trjágróður, og veldur hálku á teinunum. Þokan er mjög ljós og á leið í vinnuna í gær giskaði ég á að skyggnið væri frá 100 metrum upp í einn kílómeter. Myndirnar voru því teknar í dag þegar bjartara var yfir.


Þessi mynd er að vísu ekki tekin þegar bjart var yfir, hún var tekin um klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Mér fannst þessi græni litur svolítið sniðugur, var reyndar hissa á honum, en þessi stóra lind er græn að sjá eins og á sumardegi.



Þessi mynd er tekin til suðurs frá Vornesi af mjög blönduðum skógi allra mögulegra lauftrjáa.



Þessi er aftur tekin ntil vesturs og sjáum við þarna hvernig stoltar bjarkir norðursins líta út í vetrarhríminu. Það er sama í hvaða átt er litið.



Á leiðinni heim í morgun skammt vestan við Vingåker. Þarna er afar fallegur greniskógur meðfram veginum, fallegur hvort heldur er að vetri eða sumri. Á jólakortum fyrir 50 og 60 árum voru oft myndir eða teikningar af snævi þöktum grenitrjám, ef ég man rét, og lá ég oft yfir þessum kortum og horfði á þessi makalausu tré og sá held ég ævintýri í hverju þeirra.



Í litla þorpinu Läppe við Hjälmaren leyndist þetta hús skammt frá veginum og var afar mikið ólíkt því sem það er við venjulegri aðstæður. Þarna líkist það mynd í ævintýrasögu.



Núna erum við komin á Sólvelli, en þangað fórum við skömmu eftir að ég kom heim úr vinnunni. Þessi tré eru næstum öll bjarkir.



Og að lokum sjáum við þarna höll allra halla sem mikið og oft er búið að blogga um, sjálfa Sólvallahöllina. Við  höfum verið svolítið hissa á því hvað reyniberin hafa hangið lengi óhagganleg á trjánum. En nú eftir að mesti kuldinn var genginn yfir virðast þau hafa komið að góðu gagni. Fuglarnir eru búnir að éta þau að mestu leyti og óhreinindin sem við sjáum í snjónum næst okkur til vinstri er afrakstur þeirrar stórveislu.


Kommentarer
Markku

Fina bilder, gillar den översta kvällsbilden "Julafton på herrgård" får den heta, som vykort ;)

2010-01-14 @ 20:56:55
Þórlaug

Þetta eru aldeilis fallegar myndir sem myndu sóma sér á hvaða jólakortui sem er. Sólvallamyndina notið þið auðvitað á næsta jólakort eða þá síðustu Sólvallamynd sem er ótrúlega falleg.

Þegar við keyrðum suður eftir áramótin var leiðin meira og minna hrímuð, sinustráin við veginn stóðu þar margföld og bísperrt og runnarnir sem eru farnir að stinga sér upp sums staðar á leiðinni líka. Það var frostþoka víða í´Húnavatnssýslunum með tilheyrandi birtu. Okkur fannst þetta ótrúlega fallegt en það var samt ekkert í líkingu við það sem við sjáum á myndunum þínum.

Bestu kveðjur til ykkar beggja og gangi ykkur vel að pakka:-)))



Þórlaug

2010-01-14 @ 21:11:52
Guðjón

Detta var en bra idé Markku, Julafton på herrgård.

2010-01-15 @ 00:01:41
URL: http://gudjon.blogg.se/
Guðjón

Kveðja til baka Þórlaug, þú talar um jólakort og Markku um póstkort. Myndin er nú jólaleg.



Kveðja, Guðjón

2010-01-15 @ 00:04:08
URL: http://gudjon.blogg.se/
Per Ekström

Verkligt fina stämningsbilder i vinterskrud!

2010-01-15 @ 01:12:58
URL: http://www.per.is


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0