Sólvallastelpurnar

Dagurinn í dag er einn af þessum dögum sem maður bara óskar sér að aldrei taki enda. Samt taka þessir dagar enda og dagurinn í dag er nánast liðinn þegar ég er að skrifa þessar línur. Veðrið hefur verið alveg nákvæmlega passlega heitt fyrir Íslendinga og landið hefur á einhvern hátt skartað sínu allra fegursta. Við ferðuðumst svolítið í dag og byrjuðum á að aka veg sem liggur eftir ísaldarhrygg á fleiri kílómetra svæði. Af hryggnum er svo útsýni til beggja átta yfir iðjagræn akurlönd og minni og stærri og skógarlundi sem svo endar í lágum ásum í all nokkurri fjarlægð. Á vissum stöðum var þéttur laufskógur á báðar hendur á þessum ísaldarhrygg þar sem aðeins sást beint fram. Svo opnaðist útsýnið á ný með nýjum sjónarhornum, öðrum sveitabæjum og akurlöndum sem skörtuðu gulu, bláu og þó aðallega grænu. Sumir kalla landslagið í þessu héraði draumlínulandslagið og þetta hérað er héraðið sem við búum í.

Í kaffi í Askersund
Við fórum til lítils hafnarbæjar sem stendur við allra nyrsta hluta vatnsins Vänern. Þessi fallegi hafnarbær heitir Askersund. Árný og Anna Björg fundu fyrir notalegu viðmóti þessa bæjar jafn skjótt og við stigum út úr bílnum. Á myndinni erum við stödd á lítilli kaffistofu þar sem boðið er upp á sæti inn á milli gamalla húsa meðal gróðurs og rennandi vatns í pínu ítilli tjörn. Auðvitað er kaffið aldrei nema gott á svona indælum stað og brauð og kökur vilja bókstaflega renna ljúflega niður svo að það má virkilega passa sig. Alla vega ég verð að viðurkenna að mig langaði að fara inn aftur og kaupa ennþá stærri ostaköku sem skreytt var með jarðarberjum. Ég sé að ég hef verið óréttlátur við Önnu Björgu að láta hana sitja svona beint á móti sólinni þegar ég tók myndina.

Áð á göngu um Askersund
Eftir kaffi og gönguferð var áning á þessum bekk og þá varð auðvitað að taka heimildarmynd af því. Ég held bara að þeim hafi liðið ágætlega þarna á bekknum enda var það meiningin með ferðinni.

Svona lítur út í Askersund ásamt mikið, mikið meiru
Hér gefur að líta eitt af mörgum, mörgum sjónarhornum í Askersund. Bátar, bátar, bátar voru þarna hvert sem litið var.


Hollustuvörur keyptar í coop
Á leiðinni til baka var komið við í Coop verslunni í Marieberg. Þar ætluðu þær konur að kaupa allra hollasta matinn sem á boðstólum var. Ég sniglaðist álengdar í kringum þær og reyndi að láta sem minnst á því bera að ég er lélegur innkaupamaður og hef ekki vit á vöruframboði.

Einhver verður hraustur af þessum varningi
Einhver verður hraustur af þessu og ef ekki, af hverju verður maður hraustur þá?

Klukkan hálf níu að kvöldi laugardags 26. júní í 19 stiga hita
Klukkan var orðin hálf níu þegar ég tók þessa mynd i 19 stiga hita. Þá var þegar búið að borða hluta af hollustuinnkaupunum. Sólin var auðvitað orðin lágt á lofti og myndin eftir því en samt get ég ekki annað en birt hana til að sýna hvernig kvöldið var -og er enn klukkan að ganga ellefu. Svo eru þær allar með prjónana á lofti stelpurnar og jafnvel með íslenskt ullarband á prjónunum. Í baksýn er malarhaugur sem er til vitnis um að það eru framkvæmdir í gangi á Sólvöllum


Kommentarer
Per Ekström

Guðjón!

Dina pistlar här på blogget är fantastiska, målande, beskrivande och så fint skrivna. Du har en god penna, som man säger på Island. Blir avundsjuk på ert fina väder och hur fint ni har det på Solvalla (Sólvöllum). Hälsningar från Kristbjörg och mig.

Mvh/ Per

2010-06-26 @ 22:49:12
URL: http://www.per.is
þóra H Björgvinsdóttir

Hæ hæ þessar myndir eru flotar ,gaman að sjá kerlurnar sitja og nota tímann til að prjóna

kveðja Þóra

2010-06-26 @ 23:56:04
Rósa

Voðalega líta kellingarnar vel út.



Kveðja,



R

2010-06-27 @ 00:58:17
Auja

V+a hvað er gaman að sjá þeta blogg, hlökkum til að upplifa þetta sjáumst í júlí kæru viir

Auja og Þórir

2010-06-27 @ 03:11:29


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0