Ég er gestur hjá Súlumbabíkonunni í Uppsölum

Í dag erum við búin að vinna við að endurheimta traust barnabarnsins Hannesar Guðjóns. Hann var svolítið var um sig þegar við komum hingað í gærkvöldi og fyrst í morgun. Svo sleppti hann takinu og varð allra ljúflingur. Við erum búnir að labba mikið saman hérna um íbúðina og rannsaka allt mögulegt. Þegar amma hans fór að ryksuga beindist athyglin að ryksugunni og hún var rannsökuð í bak og fyrir. Þegar pabbi hans setti saman lítinn leikfangabúkka beindist rannsóknin þangað og þegar mamma hans kom heim frá Stokkhólmi vildi hann ólmur í fang hennar til að athuga hvort nokkuð hefði breytst.

Ég fann vel fyrir því að Hannes Guðjón hefur þennan kraft sem ung börn hafa og er alveg ótrúlegur. En þar sem hann var einn komst ég sjálfur vel út úr deginum. Það var verra þegar þrjú börn komu ásamt fleira fólki í heimsókn til Sólvalla. Þá var núbúið að ganga frá frárennslinu og þá varð eftir meira en bílhlass af sandi, sem ég reyndar hafði beðið um, og það síðasta sem gröfumaðurinn gerði við sandhauginn var að keyra í hann með ámokstursvél og taka í skófluna. Því var toppurinn á haugnum sem hvöss egg og það var bara svolítill stíll á honum.

Börnin þrjú sem komu í heimsókn léku sér mikið í haugnum og komu svo hlaupandi inn. Þau komu upp á kné mér þar sem ég sat í hvítum djúpum stól, fóru upp á axlirnar og eitt þeirra lék sér að því að vega salt á hausnum á mér. Sandurinn settist að í hárinu, hrundi niður í brjóstvasann á skyrtunni, niður með skyrtukraganum að aftan og framan og alveg niður að belti. Svo hlupu börnin út á ný og héldu áfram að leika sér í haugnum. Ég fékk fleiri svona heimsóknir í stólinn og þegar heimsókninni lauk var stíllegi sandhaugurinn orðinna að svolítilli þúst og ég var nærri yfirliði af þreytu.

Á morgun verðum við Hannes kátir strákar og við öll auðvitað. Eftir hádegi förum við inn til Stokkhólms til að vera tilbúin fyrir stóra daginn hennar mömmu hans á föstudag.

Uppsaladómkirkja í grænu skrúði
Um jólaleytið birti ég myndir af Uppsaladómkirkju. Nú er öldin önnur og blaðgrænan hefur tekið völdin.

Uppsalahöll
Uppsalahöll er einnig umlukin blaðgrænunni. Báðar myndirnar eru teknar út um glugga hjá Uppsalafjölskyldunni okkar.

Barnabarn
Þar sem ég er nu búinn að kynna sumarið í Uppsölum með tveimur fyrstu myndunum er komið að fjölskyldumyndum. Helst vill hann nafni minn halda í fingur og labba þannig um alla íbúðina en ef ekki gefst kostur á öðru er hann snöggur að taka sig áfram á maganum.

Afi og drengur
Afi og drengur sitja fyrir.

Fullt að gera
Ég ætla þangað afi og ef þú fylgir mér ekki fer ég þetta sjálfur, gæti hann verið að hugsa þarna

Amma og drengur
Nú eru það amma og drengur sem stilla sér upp. En hvernig er það með pabba Pétur? hann er ekki með. Við verðum að bæta honum það upp síðar.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0