Íslendingar út um allt

Ég talaði um það í bloggi um daginn að ég mundi síðar blogga um Íslendinga sem heimsóttu Rósu á doktorsdaginn hennar. Svo þegar ég fór að leita að myndum af þessu fólki fann ég ekki svo margar. Mér datt aðeins í huga að taka myndir af öllum Íslendingunum saman en það var þá eins og ég væri verið að mynda íslenska klíku í samsætinu. Ég geri nú samt mat úr þeim myndum sem til eru.

Siggi Palli og Fanney Erla
Á þessari mynd gefur að líta fulltrúa Danmerkur og Noregs sem mættu á doktorsvörnin sem báðir eru íslenskir. Nær er Sigurður Páll Sigurðsson ættaður frá Reykjavík, Siggi Palli, ljósmyndari í Kaupmannahöfn. Hann var með Rósu í menntaskóla og vinskapurinn þaðan hefur aldrei brostið. Um sigga Palla má segja að Guðrún Ágústsdóttir, kona Svavars Gestssonar, gætti hans þegar hann var lítill. Einnig að pabbi hans var lengi skipstjóri á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni. Þegar Rósa var skiptinemi í Hollandi eftir menntaskólann var Siggi palli á Ítalíu að læra ljósmyndun. Rósa fór í heimsókn til hans til Ítalíu og ferðaðist með lest. Ef ég man rétt var það hálfgerð ævintýraferð en ég man þá frásögn ekki til að segja frá henni. Hún gerði eins og hún hafði lofað foreldrunum, hún hringdi frá Sigga Palla til Hríseyjar til að láta vita þegar hún hafði komið fram. Þá var blind stórhríð í Hrísey og ég sagði Rósu í gríni að veðrið mundi nú ekki ná til þeirra fyrr en morguninn eftir. Þau höfðu svo hlegið mikið að þessu það sem eftir var dags. Þegar þau litu út morguninn eftir var kominn snjór á Ítalíu.

Konan vinstara við Sigga Palla er Fanney Erla Antonsdóttir frá Hrísey. Ég segi meira um hana með næstu mynd, en þarna á myndinni er hún að teikna mynd af Rósu og Jónathan andmælanda frá Bandaríkjunum. Hún teiknaði nokkrar fínar myndir af þeim meðan á vörninni stóð.

Fanney Antonsdóttir
Hér sjáum við Fanneyju mun betur. Hún er hönnuður, teiknari og eigin atvinnurekandi. Lengi vel átti hún heima í Kaupmannahöfn en nú býr hún með fjölskyldu sinni í Ósló. Þar með eru komnar skýringar á því hvers vegna ég sagði að þau hafi verið fulltrúar Danmerkur og Noregs. Þær eru jafn gamlar, Fanney og Rósa, hittust á jólaböllunum í Hrísey og mættu í afmælli hjá hvor annarri. Svo voru þær auðvitað skólafélagar í grunnskóla. Þeirra vinátta hefur heldur aldrei slitnað. Ég hafði gaman af að heyra Fanneyju segja mér frá því hvernig ég kom henni fyrir sjónir þegar hún var barn í Hrísey. Það var líka gaman að hitta hana þarna, stelpuna sem kom svo oft heim til okkar í Hrísey en er nú fullorðin kona með fjölskyldu út í heimi.


Þessa mynd notaði ég í bloggið nýlega af þeim Elísabetu Eir Cortes málvísindamanni og Pétri Helgasyni eiginmanni Rósu, málvísindamanni og doktor í hljóðfræði. Elísabet er kennari í málvísindum og kennir stundum í Uppsölum þar sem Pétur vinnur. Hún er sérstakur heimilisvinur Rósu og fjölskyldu. Elísabet kom í samkvæmið hjá Rósu ásamt Ingvaldi manni sínum og dótturinni Emblu. Enga mynd á ég af Ingvaldi, en hann er forritari, en í gömlu myndaalbúmi fann ég mynd af Emblu. Ég held að ég hafi rétt fyrir mér þegar ég segi að þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Ingvald.

Pétur er lektor við háskólann í Uppsölum. Hann hitti Rósu um borð í Sæfara sumarið sem hún vann þar. Ég sá hann í fyrsta skipti í Hvammi í Hrísey þar sem hann spilaði á gítar og söng fyrir þær Svandísi Svavarsdóttur og Rósu. Ekki datt mér í hug þá að hann yrði eiginmaður Rósu og faðir barnabarnsins míns og nafna.

Embla
Hér er mynd af henni Emblu Ingvaldsdóttur. Þessi unga stúlka er afar hlý í viðmóti og þægileg og á ekki erfitt með að umgangast eldra fólk eins og okkur Valdísi. Það kæmi mér heldur ekki á óvart að hann Hannes Guðjón nafni minn mundi hænast að henni. Hún einhvern veginn býður upp á það.

Doktorsmamma og doktor
Hér er svo hún Valdís, fiskimannsdóttirin frá Hrísey sem skrapp út í lönd og er ekki kominn til baka. Hún er hér að ræða við hann Yngve prófessor og handleiðarann hennar Rósu. Ég hef ekki spurt Valdísi hvað þau voru að ræða þarna en það virðist fara vel á með þeim.

Amma og drengur
Hér er önnur mynd af Valdísi og litlum dreng. Amma tók að sér að annast hann þá þrjá tíma sem doktorsvörnin stóð yfir og það tókst henni með ágætum. Þau voru á gangi tveimur hæðum ofar í skólanum. Pétur pabbi kom svolitla stund til að veita honum öryggi en kom svo með hann inn í salinn akkúrat þegar fólk var að klappa fyrir góðri frammistöðu mömmu hans. Það er að sjá á þeim á myndinni að þau hafi tekið hlutverk sín af fullri alvöru.

Drengur að syngja fyrir afa sinn
Ég bara get ekki látið vera að birta enn eina mynd af okkur nöfnunum. Ég get ekki betur séð en hann nafni minn hafi þarna verið að syngja fyrir mig, enda vissi hann að afi var mjög veikur fyrir a-a-a-a laginu hans.

Andmælandi og doktor, með öðrum tveir doktorar
Svo að lokum er hér mynd af þessum höfuðpersónum dagsins, Jónathan og dr Rósu. Ég er búinn að birta þessa mynd áður en ég get ekki lokið þessu án þess að birta þessa mynd aftur þó að Jónathan andmælandi tilheyri ekki Íslendingahópnum.

Hér með lýkur kynningu af nokkrum Íslendingum sem eru dreifðir svolítið út um allt.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0