Rósa í Súlumbabí

Það er að renna upp stór dagur hjá henni Rósu Guðjónsdóttur því hún ver doktorsritgerð sína í félagsmannfræði á föstudaginn kemur, þann 4. júní. Ég veit að þetta hefur ekki verið hrist fram úr erminni og að Rósa er búin að vinna mikið við þessa ritgerð. Þegar þau voru hér á Sólvöllum í fyrrasumar stóð vinnan yfir og var alls ekki nýbyrjuð þá.

Vörnin fer fram í Kungliga Tekniska högskolan i Stokkhólmi eða Konunglega tækniháskólanum, en þar var Rósa ráðin sem doktorsnemi og vann við kennslu og margt fleira í nokkur ár. Jafnframt vann hún þar að undirbúningi ritgerðarinnar. Á sama tíma vann hún líka fullum fetum við fyrirtækið sitt, PinkPuffin, www.pinkpuffin.com . Þegar ég nú skrifa þetta sé ég að hún hefur ekki setið alveg auðum höndum gegnum árin. Svo bættist Hannes Guðjón inn í fjölskylduna og hann fékk sinn tíma, ég endurtek; hann fékk sinn tíma virkilega litli drengurinn.

Þegar Rósa var lítil ætlaði hún að verða mannfræðingur og fara til Súlumbabí. Hvað var nú Súlumbabí? Við Valdís reiknum með að það hafi verið ókunn lönd langt í burtu þar sem fólk lifði lífinu á þann hátt sem forvitnilegt væri að kynnast. Hvort hún hefur enn komið til Súlumbabí vitum við ekki en við höfum heyrt hana segja frá nótt í tjaldi niður í Afríku þar sem flóðhestarnir heyrðust tala saman álengdar með framandi hljóðum. Fólk sem lifir í slíku umhverfi þarf að einhverju leyti að lifa öðru vísi en við gerum til dæmis hér við skógarjaðarinn á Sólvöllum.

Í dag förum við Valdís til Uppsala, á fimmtudaginn með Rósu og fjölskyldu til Stokkhólms og á laugardaginn til Uppsala aftur. Til Uppsala ætlar hún þá að koma sem doktor. Á Google segir: "Viðfangsefni mannfræðinnar eru fjölbreytt, í rauninni allt sem viðkemur tegundinni Homo sapiens fyrr og síðar". Á seinni árum kom svo tölvan inn í líf mannsins og það er um þann þátt sem doktorsritgerðin snýst, annars er best fyrir mig að reyna ekki að fara nánar inn á efni hennar. Á Google segir ennfremur: Félagsmannfræði (eða menningarmannfræði) er undirgrein mannfræðinnar sem fæst við rannsóknir á félagsfræði mannsins, en er frábrugðin félagsfræði af því leyti að áhersla er lögð á menningu manna. Þeir sem leggja stund á greinina kallast félagsmannfræðingar".

Hér kemur svo hlekkur inn á sjálfa ritgerðina: Personas and Scenarios in Use


Hér er svo mynd af verðandi doktor, Rósu Guðjónsdóttur og ekkiennþádoktor, Hannesi G. Péturssyni.


Kommentarer
Valgerður

Voðalega er þetta sæt mynd af þeim mæðginum. Knúsaðu Rósu frá okkur pabbi.

2010-06-01 @ 10:37:52
Guðjón

Skal gert

2010-06-01 @ 20:17:48
Þórlaug

Til hamingju með „litlu“ stelpuna þína Guðjón, viltu skila kveðju til hennar.



Kveðja,

Þórlaug

2010-06-01 @ 22:16:18


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0