Nú er það vinna

Þessa dagana er það vinna í Vornesi sem gengur fyrir en svo verður heil mikið frí eftir það. Það er bara af skyldurækni sem ég sest niður núna og skrifa nokkrar fátæklegar línur. Rökkrið er að setjast yfir og mál að ég leggi mig með þessum föstu liðum sem því fylgja. Ég kom heim skömmu fyrir hádegi, sofnaði smá stund í stólnum og fór svo út og bjástraði aðeins við grjót sem var mér til ama til að fá svolitla líkamlega áreynslu á móti hinni áreynslunni. Eftir ferð til Örebro og svolítið lambakjöt hjá Valdísi var það sturta og svo svolítill blundur í stólnum aftur. Eftir þetta ríka líf ætla ég sem sagt að ganga á vit Óla Lokbrá og koma brosandi í vinnuna aftur skömmu fyrir hádegi á morgun. Við vonum að þjóðhátíðardagurinn hafi verið góður og þar með er andagift mín útrunnin.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0