Ég get ekki annað

Ég var byrjaður að blogga um ákveðið efni fyrir nokkrum hálftímum en þá sóttu á mig hlutir sem gerðu mér ókleift að halda því áfram. Ég hefði að vísu getað bloggað um hvort tveggja í sama bloggi en efnið sem sótti á mig er hið mesta óþverramál og ég vildi ekki blanda óþverramáli saman við góð mál.

Fyrir hálfu áru hefði verið hægt að ljúka Icesave málinu og snúa sér að öðrum mikilvægu málum, svo sem vanda heimilanna og atvinnuvegunum. En það skeði ekki. Í stað þess þjörkuðu menn á alþingi Íslendinga og ekkert skeði og allt lenti á hakanum og er þar enn. Ég hef séð útreikninga sem benta til þess að hver mánuður sem líður án afgreiðslu á Icesave kosti íslenskt samfélag fleiri tugi miljarða á mánuði. Ef ég lækka þessa útreikninga um nokkra miljarða á mánuði verða samt eftir tveit til þrír miljarðar. Áðan sagði ég að hægt hefði verið að ljúka málinu fyrir hálfu ári og þá hefðu sparast 120 til 180 miljarðar samkvæmt ofansögðu. Þetta kannski reiknast ekki til peninga á Íslandi, svona smá upphæðir, en í mínum augum er það mikið fé. Svo geta menn kannski lækkað Icesave kröfuna um einhverja miljarða og vextina um eitthvað smávegis miðað við samningana sem voru klárir fyrir hálfu ári, en fyrir hverju hefur verið barist?

Í minni vinnu segjum við oft við bitra menn og konur að þau hafi um tvennt að velja

réttlæti

eða

sálarfrið.

Sumir átta sig samstundis á þessu en aðrir berja höfðinu við steininn enn um sinn en gefa sig svo. Þetta fólk velur sem sagt sálarfriðinn og gengur síðan betur. En það eru alltaf einhverjir sem bara geta ekki gefið sig vegna einhvers óréttlætis sem þeir hafa orðið fyrir fyrr í lífinu og þeim gengur ekki vel, það er að segja þeir sem velja vonlaust réttlæti í staðinn fyrir sálarfrið. Hér veit ég hvað ég er að tala um. Ég þarf ekki að segja meira um þetta, það hljóta allir að skilja hvað ég meina. Hins vegar veit ég að ég hef einfaldað hlutina með þessum orðum en ég er að forðast að skrifa langa grein.

Fyrir nokkrum árum lagði breiðbandsfyrirtæki breiðband í 103 íbúðir hjá bústaðsréttarfélaginu þar sem við Valdís bjuggum. Verkið fór einhverja mánuði fram úr áætlun og eftir nokkuð þjark bauð félagið upp á ókeypis breiðband í hálft ár sem bætur fyrir töfina. Síðan var boðað til fundar og íbúum þessara 103 íbúða var kynnt sáttatilllaga breiðbandsfélagsins. Flestum fannst þetta góð lausn en nokkrir gerðust all háværir og vildu fara í mál. Stjórn bústaðsréttarfélagsins sagðist vita að málssókn gæti kostað 600 000 sænskar krónur og mjög væri óvíst hvort málið ynnist. Eigum við samt að fara í mál? spurði stjórnin. Nokkrir héldu sig við það að málssókn væri óumflýjanleg til að réttlætið næði fram að ganga. Ha ha ha. Auðvitað var ekki farið í mál þrátt fyrir þessar raddir. Þessar 600 000 Skr er jafnvirði 10,8 miljóna íslenskra króna í dag. Stundum finnst mér að Icesave málið líkist þessu. Icesaveskuldin er víst óumflýjanleg og það mun sagan sanna. Er hún ekki nógu há þegar í dag þó að íslenskt samfélag þurfi ekki að bera stórfelldan skaða hvern einsta dag sem þetta mál er ekki afgreitt? Stór hluti af því að málið er ekki afgreitt er gamaldags ást á gamla flokknum sínum. Væri ekki þessi gamaldags ást fyrir hendi væri málið fyrir löngu afgreitt og Íslendingar ynnu að þörfum málum í dag og sáttin í þjóðfélaginu væri sú að menn svæfu mikið betur á næturnar.

Nú get ég snúið mér að blogginu sem ég byrjaði á fyrr í kvöld.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0