Í Uppsala í mars

Ég talaði um það í bloggi í gær að vorið væri farið að láta á sér kræla. Ég varð aftur sannfærður um það í dag þegar ég gekk Bäverns Gränd í Uppsala í átt niður að Íslandsbrúnni. Snjórinn krapaði á gangstéttarkantinum í sólinni sem að lokum kom fram í dag líka. Ekki veit ég hversu hlýtt var en það var gott að vera úti. Ég stend við það sem ég sagði í gör að eftir mánuð fer ég að ganga út í Sólvallaskóginn til að fylgjast með brumum. Í dag sá ég beyki í Stadsparken, Borgargaråinum, og verð að segja það að ef við Valdís eigum að sjá beykin okkar á Sólvöllum af þeim gildleika verðum við að verða alla vega 200 ára. Við verðum því að vera hógvær og gera okkur ánægð með minna.

Hann Hannes Guðjón nafni minn er búinn að vera mikill gleðigjafi í dag og ég get auðvitað ekki látið vera að birta af honum myndir.

Afi heldur aulalega á drengnum
Ég, sjálfur afinn, er víst óttalegur klaufi við að halda á barni. Ég sný fötunum utan á honum og aflaga og það er engin mynd á þessu hjá mér. En glaður var drengurinn og glaður var ég.

Ömmu fer þetta mikið betur úr hendi
Ömmu fer þetta mikið betur úr hendi þó að hún hafi falið sig svolítið á bakvið hann.

Amma kann að halda á litlum dreng
Og hér líka. Ég verð að muna eftir þessu næst þegar verður tekin myn af okkur að halda lögulega á barninu.

Ný græja, göngustóll, og hvað hann varð ánægður
Hann fékk nýjan göngustól í dag og í dag varð hann líka sex mánaða og bauð upp á tertu sem hann hafði samið um við ömmu að baka. Stóllinn vakti mikla gleði, ekki bara hjá drengnum, heldur líka hjá okkur sem eldri vorum.

Nú er ég rosa glaður
Já, það var alveg ofsa gaman að þessum stól og hann hló mikið. Líklega fannst honum líka að afi væri svolítið hlægilegur þar sem hann lá á gólfinu með myndavélina.

Og íhugull get ég verið
"En stundum er ég íbygginn líka skaltu vita." Seinni partinn í dag fórum við út, Hannes Guðjón, mamma og afi. Við gengum alveg heilan helling og í byrjun í göngugötunni horfði hann einmitt svona íbygginn á fólk sem kom og fór og virtist ekki láta neitt fram hjá sér fara. Svo fórum við inn í verslun og það var sama þar, hann virtist fylgjast með af kostgæfni. Síðan héldum við gönguferðinni áfram og afi fékk að vera kerrustjóri. Mamma lagaði hann þá til í kerrunni og hann nafni minn horfði á mig nokkur augnablik og svo var hann sofnaður. Það var mikil ró þarna niður í kerrunni þar sem þetta fallega barnsandlit blasti við mér og ég spáði því að eftir á þegar við kæmum heim myndi hann verða afar ljúfur. Og svo varð það. Nú er hann sofnaður og í fyrramálið mun glaður drengur gleðja okkur hin með sinni ljúfu nærveru, brosi, hlátri og leik.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0