Búið að bera eld að kveikiþræðinum

Við horfðum á átt í sænska sjónvarpinu í kvöld um eldgosið í Eyjafjallajökli. Þetta var fróðlegur þáttur, stórfenglegur, að nokkru leyti fallegur en líka all svakalegur. Það var skemmtilegt að sjá og heyra íslenska sérfræðina fjalla um eldgosið og gos almennt og eðli þeirra. Þeir eru klárir í sínu fagi íslensku sérfræðingarnir. Það var talað við marga og fylgst með þeim sem voru að vinna sín skyldustörf. Kona nokkur, frekar ung, sem virtist búa afsíðis með kindurnar sínar var heimsótt. Hún sýndi gimbrina Ösku. Hún vildi ekki fylgja mönnunum þegar þeir fóru til baka og það lá við að þeir töluðum um það á leiðinni til að þessi kona væri vart einhöm.

Það var talað um Vestmannaeyjagosið og Skaftárelda. Í lok þáttarins var talað um það að mikið gæti átt eftir að ske á Íslandi. Það væri bara búið að bera eldinn að kveikiþræðinum. Þetta lítur ekki vel út ef rétt mun reynast og ætti kannski ekkert að vera að hafa þessi orð eftir. Síðan gekk ég inn að tölvunni og þar var talað um óvenju mikla jarðskjálftahrinu í Bárðarbungu. Já, það er mikið að ske.


Hér er haugur að kljúfa
Hér á Sólvöllum verður ekki fluttur öllu meiri viður innan úr skógi á þessu vori. Nú er eftir að kljúfa og síðan að raða inn í skýli og geymslu. Við þurfum eiginlega að ráða vinnukraft upp á vatn og brauð til að komast fram úr þessu.

Víst er vorið á leiðinni
Birkið er orðið all laufgað. Þessi mynd var tekin seinni hluta dags í gær og sýnir heimaskógana hans Arnolds. Birkið til hægri er um tvítugt. Arnold nytjaði landið þar sem skógurinn stendur síðast fyrir 21 ári, en þá skar hann korn þar í síðasta skipti. Hann hefur ekki gróðursett eina einustu plöntu í þessum skógi en hann grisjaði mikið þar í fyrra.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0