Hannes Guðjón

Ég sit hér og sé inn í dimman skóginn hið neðra en ofar ber all laufríkar laufkrónurnar við hálf bjartan himininn. Mikið hefur skeð í dag. Ég sagði í sænska blogginu áðan að það hefði verið svo mikill laufvöxtur í dag að það hefði suðað í skóginum. Ef þetta er ekki alveg satt, þá eru það saklaus ósannindi. Dagurinn hefur verið virkilega góður
og margt aðhafst á sólvöllum. Skógardúfurnar hafa án hvíldar haldið uppi samtölum í trjákrónunum með sínu hása gúúú gú gúúú gúú og það hefur slmennt verið mikill fuglasöngur, spætur á hlaupum á trjástofnum og músin hljóp yfir göngugötuna eins og hún væri að berjast fyrir lífi sínu og þrestirnir safna fæðu handa sísvöngum ungum sínum.

En nú er ég með allt annað í huga en að skrifa langa texta. Mér mistókst að birta myndir af honum dóttursyni okkar og nafna mínum í fyrradag. Nú ætla ég að bæta um betur og prýða bloggsíður mínar með fínum myndum. Rósa varð mér innan handar fyrst mér tókst ekki sjálfum.


Ekki hár í loftinu en farinn að róla. Voða er maður myndarlegur.


Það er líka gaman að róla og þá brosir maður fallega.


Ég get líka brosað þó að ég sé ekki að róla afi.


Rósa er alls ekki með stærstu manneskjum en  mikill er stærðarmunurinn. Þetta var líka svolítið svindl. Mamma var svo nálægt myndavélinni, en ég, Hannes, var svo langt í burtu.


Þarna er líka stærðarmunur og hann ekki lítill. Eru feðgarnir komnir um borð í bát eða hvað?

Við Valdís förum til Uppsala um mánaðamótin enda kominn tími til að hitta fólkið. Skyldi hann Hannes Guðjón þekkja okkur þá? Við höfum öðru hvoru talað saman á Skype og haft vídeovél svo að við höfum getað séð hvert annað. Kannski hefur það hjálpað drengnum að muna eftir okkur. Við sjáum til. Þessar myndir eru líklega frá því um síðustu helgi eða svo og síðan hefur gróðri farið mikið fram. Annars sýnist mér bara að gróður sé lengra kominn í Uppsala en hér á Örebrosvæðinu eftir þessum myndum að dæma.


Kommentarer
Rósa

Mikið rosalega er þetta sætur lítill strákur :-)



Í dag vorum við að fara út á róló þegar kom þessi hryllilega hellidemba. Svo við vorum bara heima.



Kveðja,



R

2010-05-13 @ 22:36:04
Gudjon

Já, hann er fallegur drengur hann nafni minn. Það verður mikið gaman að hitta hann um mánaðamótin.



Kveðja, pabbi

2010-05-13 @ 23:37:37
URL: http://gudjon.blogg.se/
Dísa gamli nágranni

Það er ekki orðum aukið að hann er fallegur afa og ömmu drengurinn. Kv.

2010-05-21 @ 00:41:01


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0