Hvað um Björk?

Íslenska söngkonan Björk Guðmundsdóttir var umtöluð í öllum fréttatímum hér í Svíþjóð frá því um ellefu leytið í gærmorgun og fram á seina kvöldið þar sem hún fékk svonefnd Polarrverðlaun fyrir sinn sérstaka tónlistarstíl. Verðlaununum deildi hún með ítölskum manni. Svo komu fréttir um þetta í sænsku íðdegisblöðunum í gær og í dag er mjög vel talað um Björk í svæðisdagblaðinu í Örebro. Sama er að segja um blað sem berst um alla Svíþjóð svipað og Fréttablaðið á Íslandi. Í þessum fjölmiðlum er talað um að eldgos séu mikill náttúrukraftur en það sé sama með Björk, hún sé einnig einn stór náttúrukraftur.

Við auðvitað fórum inn á íslensku blöðin í tölvunni, inn á ríkisútvarpið íslenska og sjónvarpið, bæði í gær og í dag, til að sjá hvernig íslensku fjölmiðlarnir tækju á þessari frétt sem hér er svo stór. En hvergi sáum við eitt orð um Björk eða þessi verðlaun. Við erum að sjálfsögðu mjög hissa en þetta hlýtur bara að hafa komið fram einhvers staðar þar sem við höfum ekki tekið eftir því.

Ég hef ekki verið neinn sérstakur aðdáandi Bjarkar til þessa en mér fannst, eins og Valdísi, að þetta væri mjög skemmtilegt. Það voru sýndar glefsur úr ýmsum lögum hennar í sjónvarpinu og ég verð að viðurkenna að mér líkaði bara vel og Björk var ósköp indæl og falleg það sem sást til hennar í þessum fréttum.


Ps. Ég fann loks frétt um Polarverðlaun Bjarkar neðarlega á ruv.is síðunni. Þessi frétt var upphaflega birt í gær, sama dag og tilkynnt var um verðlaunin.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0