Nú skal byggja

Þar kom að því. Ég talaði einhvern tíma um það að þegar heimildin væri komin frá byggingarfulltrúanum í Lekebergshreppi, þá mundi ég sýna teikningar af Sólvallabyggingunni á blogginu. Ég veit ekki hversu mikið teikningar voru sýndar af tónlistarhúsinu við Reykjavíkurhöfn áður en byggingarframkvæmdir byrjuðu. Ég veit ekki heldur hvort teikningar af höllum og sumarhöllum mikilla íslenskra viðskiptajöfra voru sýndar áður en byggingarframkvæmdir hófust. En ég veit eitt, hér eru til sýnis teikningar af framtíðarhúsinu á Sólvöllum í Lekebergshreppi í Svíþjóð.

Það var í desember sem ég settist niður með blýant, reglustiku og vélritunarblað og byrjaði að teikna. Síðan hófst breytingatímabilið og strokleðrið hitnaði þegar áður teiknaðar línur voru þurrkaðar út og nýjar settar í staðinn. Síðan fórum við Valdís til Uppsala til að halda jól hjá Rósu, Pétri og Hannesi Guðjóni. Þá tók Pétur við vélritunarblöðunum sem nú voru orðin tvö og svo voru teikningarnar tölvuvæddar. Enn var breytt og spekúlerað og að lokum var ákveðið að teikningarnar eins og þær eru hér fyrir neðan væru endanlegar.

Tölvukunnátta mín nægði ekki til að koma teikningunum inn á bloggið og það endaði með því að Rósa annaðist það. Nú þarf að klikka á teikningarnar til að stækka þær og það er nýtt á bloggsíðunum mínum.
Herbergið til hægri sem er suðurendi er nýtt. Einnig forstofan sem veit niður á teikningunni, mót vestri og mot veginum, er ný. Þar með er þetta hús orðið nálægt 103 fermetrum.


Hér sjáum við á efri myndinni vesturhliðina sem veit mót vestri og að veginum. Á neðri myndinni er svo suðrugaflinn ásamt forstofu til vinstri og þvottahúsi og forstofu til hægri. Þannig stendur þetta í dag. Hönnunin er ákveðin, heimildin er fengin og Anders smiður kemur á sunnudag til skipuleggja framkvæmdir.


Kommentarer
þóra H Björgvinsdóttir

Sæll Guðjón mikið verður húsið flott þegar það verður búið þið eruð nú meiri hörkutólin bæði tvö í garðvinnunni , skógarvinnu og húsbyggingum ,það er ekki slegið slöku við þó aldurinn færist yfir,gangi ykkur vel við framkvæmdirnar ,flottar myndir sem fylgja bloginu þínu

kveðja Þóra

2010-05-07 @ 01:30:47


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0