Ó stóri Guð

Presturinn Carl Gustav Boberg var á leiðinni heim til sín eftir að hafa orðið vitni að þrumveðri geysa úti við skógarjaðarinn árið 1885 og á heimleiðinni skrifaði þann lofsöng sem sunginn er í dag á fleiri tungumálum en nokkur annar, O store Gud. Lagið er sænskt þjóðlag.

Ég veit ekki hvers vegna mér datt þetta í hug fyrr í morgun þegar ég lagði höfuðið aftur á koddann eftir að ég hafði farið eina hringferð um húsið og horft út um gluggana til allra fjögurra höfuðáttanna. Þrumuveður geysaði tvo dagparta, í fyrradag og daginn þar á undan. Núna er alskýjað og suðvestan andvari og safaríkur skógurinn er nokkurn veginn lifnaður við eftir vetrarsvefninn. Ég sit við austurglugga og horfi á handarstór laufblöðin á hlyninum bærast mjúklega á greinum sem rísa og hníga í andvaranum. Nær ber birkikrónurnar við himinn yfir hlyninn og eikurnar sem keppast nú við að þroska laufblöð sín taka þátt í félagsskapnum. Upp úr skógarbotninum teygja sig ungviði, afkvæmi þessara trjáa ásamt aðfluttu beyki, og þyrstir í sól og yl. Að baki þessu sér svo í háar aspir og kyrrlát grenitré. Botninn er fylltur af bláberjalyngi og margs konar öðrum gróðri.

Allt þetta er eins og hluti af lofsöngnum Ó mikli Guð og ég er hrærður þennan hvítasunnudagsmorgun þar sem ég er hér vitni að öllu samspilinu. Ég get ekki tára bundist af lotningu og því best að ég sit hér einn sem stendur. Í gær var mikill annríkisdagur á Sólvöllum en ég var ákveðinn í því í gærkvöldi fyrir mitt leyti að dagurinn í dag, hvítasunnudagurinn, yrði í heiðri hafður. Eftir tæpan klukkutíma hefst sjónvarpsmnessan og við ætlum að horfa á hana eins og við gerum með sjónvarpsmessur yfirleitt ef ekkert truflar.

Það verður nú ein og önnur gönguferð um skóginn í dag. Það lætur einkennilega, en í fyrradag fundum við skógarlind í skóginum eina fimmtíu metra að baki húsinu. Þetta er eina skógarlindin í skóginum og við munum rýma fyrir henni. Svo velkominn einstaklingur verður ekki látinn kaffærast af öðrum trjám sem gnægðir eru af. Hins vegar get ég alltaf alltaf spurt sig hversu mikinn rétt ég hef á að stjórna hinu lifandi umhverfi mínu.

Þá brestur sálin út í lofsöngshljóð:
Ó stóri Guð! Ó stóri Guð!
. . . . .

Hér gefur svo að hlusta á aldraðan sænskan leikara syngja sálminn Ó stóri Guð, sálminn eða lofsönginn. Ég vona að það virki.



Jan Malmsjö - O Store Gud




Kommentarer
Dísa gamli nágranni

Takk fyrir Guðjón. Þessi lofsöngur vakti góðar minningar hjá mér. Það var í þá góðu daga meðan Arnór okkar Vilbergsson var með kórinn hér,að Hermann nokkur Abrahamsen færeyingur og vélstjóri á Sævari kom með texta og nótur til kórsins og bað okkur að æfa og syngja og sungum við þetta lag meðal annars þegar við fórum til Færeyja 2005 á færeysku og mig langar til að láta textann fljóta hér með.



Og Gud mín Gud.



Eg sum í synda neyð var drigin niður

og visti ikki hvar í leiðin bar.

men visti tó ímær vær eingin friður

og bað tí Gudmín Gud hjálp tú mær.



Og Gud mín tu sem sendi son tín niður

at frelsa heimin burt úr heimsins synd.

Egeribert ein syndari sum biður

teg komaí mittsynda hjarta inn.



Og Gud mín takk at eg kann á teg kallað

tá syndin herjar meg í dagsins stríð.

Og Gud mín hjalp mær lat mig aldrig falla

men lat meg altið halda meg til tin.



Viðlag: Tú ert tann enasti sum hjálpa kann,

og Gud mín Gud og Gud mín Gud.

Tú ert tann enasti sum hjálpa kann

og Gud mín Gud og Gud mín Gud.



Þetta sungum við af hjartans list fyrir færeyinga vini okkar. Kveðja til ykkar.

2010-05-24 @ 23:54:22
Gudjon

Takk fyrir þessi fínu ummæli þín Dísa. Það hlýtur að hafa verið virkilega gaman að taka þátt í kórferðinni til Færeyja. Ég var ekki ánægður með myndbandið þar sem Jan Malmsjö syngur Ó stóri Guð, hann var með hálfgerða tilburði við þetta kallinn. En ég bæði fann ekki það sem mér fannst betur gert og tókst heldur ekki að færa neitt annað inn á bloggið. Það er komið miðnætti hér og ég heyri að Valdís hefur komist í félagsskap með Óla Lokbrá. Nú fer ég þangað líka.



Kveðja, Guðjón

2010-05-25 @ 00:10:00
URL: http://gudjon.blogg.se/
Jón Bragi Sigurðsson

Hæ, ég er í kór hér í Örebro og í kvöld byrjuðum við að æfa Presley-lög.

Eitt af lögunum er "How great thou art" sem sænskir könnuðust við sem "O store Gud" og þegar ég gúglaði kom síðan þín fyrst upp og var gaman að lesa söguna um þennan sálm og lag sem hefur borist svo víða. Takk fyrir það.

Ég leitaði að sjálfsögðu að sjálfum Presley þar sem hann syngur þetta. Ég vissi það ekki en hann var alinn upp í gospelumhverfi og gaf reyndar út nokkrar plötur þar sem hann syngur gospel.

Læt það fylgja hér og lifðu heill!



http://www.youtube.com/watch?v=UaDSaq2J6Cs

2011-01-12 @ 21:47:05
Jón Bragi Sigurðsson

Og, er þessi sálmur annars ekki til á Íslensku?

2011-01-12 @ 21:48:28
Guðjón Björnsson

Sæll Jón

Ég hef vissan grun um að við höfum hittst hér í Örebro við nokkurt tilfelli. Við búum mitt á milli Örebro og Fjugesta og köllum húsið okkar Sólvelli okkar á milli og þegar við tölum við kunnuga. Við erum ekki alveg sammála ég og konan mín hvort þessi sálmur er til á íslensku og Dísa sem hefur kommenterað bloggið sendi færeyskan texta sem bendir til þess að svo sé ekki. Samt ætti svo að vera miðað við hversu víða hann hefur farið. Konan mín er í Korianderkórnum sem hefur aðsetur í Sörbykirkjunni en hefur þó verið í hléi um tíma.



Kveðja, Guðjón

2011-01-12 @ 23:18:59
URL: http://gudjon.blogg.se/
Jón Bragi Sigurðsson

Sælir,

Já nú kveiki ég á perunni Mér sýndist á öllu að þú værir í Svíþjóð en mig grunaði ekki að þú værir svo skammt undan og að ég hefði hitt þig á "ráðstefnu" hér í Örebro.

Já ég þarf að senda móður minni fyrirspurn um þennan sálm. Eins og þú segir þá væri það nánast með ólíkindum ef hann væri ekki til á íslensku. Frá færeyskunni yfir í íslenskuna er ekki svo langt. Maður ætti kannske að taka sig til og þýða hann yfir á íslensku ef hann er virkilega ekki til með íslenskum texta.

Ég hef gúglað á "Ó stóri guð" og rótað aðeins á íslenskum sálmasíðum en ekki fundið neitt.

Ég byrjaði í haust að syngja í kór í Immanuellskyrkan í Örebro og þykir það hin besta skemmtun.

Hafið það gott á Sólvöllum!

Kveðja

Jón Bragi

2011-01-14 @ 09:04:25


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0