Örebro

Ég ætlaði að skrifa þessa myndatexta í gær en mér bara tókst það ekki. Ég hef sjálfsagt verið í einhverri óstemmingu og tölvan hlýddi mér ekki og ég hreinlega frestaði því til morguns. En í gær hitti Valdís fólk sem er með henni í leikfimi fyrir gigtarsjúklinga. Þau settust niður á kaffihúsi og höfðu það notalegt. Ég auðvitað byrjaði á því að moldast svolítið, það er að segja ég tók eina kerru af mold í Syðri malarnámunni (Södra grustaget) og flutti svo á hjólbörum út í skóg á Sólvöllum. Annars er ég mjög gætin með að flytja lítið efni út í skóg þar sem það flytur með sér fræ sem á ekki heima í skóginum.

Kremaren
Síðan fór ég í heimsókn til hans Hans sem á heima á 15. hæð í þessu húsi í Örebro. Þetta hús heitir Kremaren (Krämaren) og er hjarta miðbæjarins. Þrjár neðstu hæðirnar eru verslunarhúsnæði, stór verslunarmiðstöð. Ofan á verslunarhúsnæðinu er mikill skrúðgarður, nokkuð sem fólk almennt áttar sig ekki á nema farið sé í heimsókn til einhvers sem þarna býr. Frá efri hæðum Kremaren er víðáttumikið útsýni yfir Örebro og nágrenni.

Hans vinur minn í Kremaren
Hans er einhleypur maður sem fróður um ætt sína og hefur sett skemmtilega upp myndir af áum sínum og skyldmennum. Hann hefur líka útbúið ættartré sem greinilega gerir gerir ættfræðina mikið einfaldari. Mér hefur stundum dottið í hug að útbúa svona ættartré en það er langt síðan ég komst að því að það er ekki nóg að láta sér detta í hug, ég verð að framkvæma líka. Ef ég framkvæmi þetta ekki verður ekkert ættartré. Við hans töluðum svolítið sem vísir menn um lífið og tilveruna, um að búa í Kremaren og að búa í sveitinni. Á hillu í forstofunni geymir Hans skrítinn hlut. Það er stykki úr Volvónum hans, eitt af þessum aragrúa hluta sem eru festir utan á vélina. Þetta stykki bilaði og þá tók Hans það bara burtu og svo gengur Volvóinn eins og klukka. Hann efur gert meira af þssu, að fjarlægja hluti sem bila, en bíllinn gengur eins og fyrr segir eins og klukka. Ég hef ferðast með honum í bílnum og það er ekkert athugavert við Volvóinn. En þessi stykki sem hann hefur frjarlægt eru til þess gerð að auka lífsgæðin í bílnum, en ég mundi ekki hafa hugmynd um neitt ef Hans hefði ekki sagt mér það. Hins vegar veit ég að hann hefur ekki fjarlægt neitt sem viðkemur öryggi enda mundi bifreiðaeftirlitið komast að slíku.

Örebro frá Kremaren, sjúkrahúsið til vinstri
Hér er útsýnið til norðausturs frá 15. hæð í Kremaren. Lengst burtu til vinstri sjáum við sjúkrahúsið í Örebro. Það erum margar og stórar byggingar. Ekkert veit ég í tölum um þessa stærð annað en það sem við höfum fengið frá honum Sten. Sten er giftur konunni sem hafði erft og seldi okkur Sólvelli. Hann vinnur við viðhald allra lása í sjúkrahúsinu og þeir eru um 50 000. Og hana nú. Þarna niðri sjáum við yfir hluta miðbæjarins.

Rudbäcksgatan í Örebro
Hér sjáum við til austurs og eftir Rudbekksgötunni (Rudbäcksgatan). Fyrsta árið sem ég vann í Vornesi en við bjuggum í Falun, þá ók ég næstum því tvisvar í viku eftir Rudbekksgötunni til þess að komast gegnum Örebro á leið minni. Þessi leið var líka það eina sem ég þekkti í Örebro þetta fyrsta ár og það var ekki fyrr en allra síðast á þessu tímabili sem okkur fór að gruna að við ættum eftir að eiga heima í þessari borg. Ef vel er að gáð má greina vatnið Hjelmaren (Hjälmaren) lengst burtu til vinstri.

Séð til Suðurbæjarbrekkunnar
Hér sjáum við nánast til suðsuðausturs og fyrir miðri mynd undir lágu skógi vöxnu brekkunni sem sést lengst burtu bjuggum við Valdís. Brekkan er Suðurbæjarbrekkan (Sörbybacken) sem ég hef svo afar oft nefnt í bloggum mínum. Það tekur átta mínútur að hjóla frá fyrrverandi heimili okkar í Örebrú til Kremaren.

Annar dagur beykitrésins
Úr borgarlífinu skelltum við Valdís okkur svo heim í sveitina um fimm leytið. Og hvað gerir maður þegar komið er í sveitina. Jú, ég fór til dæmis að gá að beykinu sem hafði byrjað að springa út daginn áður. Hér sjáum við þessi sömu beykiblöð og breytingin er mikil á tæpum sólarhring. Ung beykiblöð eru allra fallegustu laufblöð sem tré bjóða upp á. Alla vega að mínu mati og þá miða ég auðvitað við laufblöð eirra trjáa sem ég þekki til.

Ég fann þegar ég skrifaði þetta að það er margs að minnast í Örebro. Kannski við verðum meira með myndavélina þar á ferðinni þegar vorskrúðið er búið að taka völdin.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0