Vor á mörgum sviðum

Ég hlustaði á sjónvarpsfréttir áðan. Þar sagði frá mjög vaxandi velgengni í sænska fjármálaheiminum. Atvinna hafði aukist, þjóðarframleiðslan hafði aukist til muna. Tekjur ríkisins í apríl nú var 495 ísl miljarðar og var það helmingi meira en gert hafði verið ráð fyrir. Það er eins og Svíar viti hvað þeir eru að gera þegar margar aðrar Evrópuþjóðir renna á rassinum niður brattar brekkur og slíta rassinum úr buxunum sínum. Sænski fjármálaráðherrann, Anders Borg, þessi með stutta taglið, hefur sagt nokkrum sinnum að undanförnu að hann líði það ekki að grikkir verði ellilífeyrisþegar strax upp úr fimmtugu og sendi svo nótuna til Svíþjóðar.

Ég varð rosalega hissa þegar ég sá þennan Anders Borg í fyrsta sinn fljótlega eftir síðustu þingkosningar hér. Ég held að ég hafi hugsað eitthvað á þá leið að hvað er þetta nú fyrir fyrirbæri sem er orðinn fjármálaráðherra landsins. En svo verður það bara ekki tekið frá þessum strák að hann hefur gríðarlega stóran heila og hann er ákveðinn og ábyrgur. Það lítur kannski út sem hroki af minni hálfu að kalla hann strák, en sannleikurinn er sá að hann sýnir stundum strákinn í sér -en hann er ábyrgur samt.

Hann örvar mig sem ellilífeyrisþega til að vinna með því að lækka ekki ellilífeyrinn hversu mikið sem ég vinn og þar að auki borga ég mjög lítinn skatt af vinnulaununum. Minnst af fyrstu þúsundköllunum en síðan smám saman hærri og hærri prósentu. Hann veit að með því að við fáum meiri peninga upp í hendurnar byggjum við meira á Sólvöllum. Þá þurfum við að kaupa byggingarefni og borga af því söluskatt og afgreiðslumaðurinn í versluninni fær meiri vinnu og borgar af henni skatt. Þeir sem framleiða það sem við kaupum í verslunni fá einnig meiri vinnu og borga af henni skatt. Svo fá Anders smiður, Anders rafvirki og Andreas pípari meiri vinnu og borga sína skatta.

Þetta er bara hálf sagan um það sem Anders Borg gerir fyrir mig, en ég læt þetta nægja í bloggi þessa dags. Annars verður þetta svo mikil langloka og þá verður erfitt að átta sig á staðreyndum málsins. Ég hugsa nú að ég segi frekar frá þessu einhvern næstu daga. Ég er býsna nærri því að gefa hægri öflunum í Svíþjóð atkvæðið mitt í kosningunum í haust -en bara í Svíþjóð. Ég má kjósa bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Ég ætla að stinga upp á því við Valdísi að við bjóðum Anders Borg í reisugillið á Sólvöllum. Ef hann kemur ötla ég líka að spyrja hann hvers vegna hann er með tagl.

Ég var að vinna í Vornesi í dag (þetta grunaði Anders) og svo vinn ég laugardag til sunnudag. Ég hafði myndavélina með í og tók nokkrar myndir sem ég ætlaði að nota í blogg dagsins. Svo ætlaði ég að segja nokkur orð svona sem inngang en réði þá ekki við puttana og þess vegna verða það bara tvær myndir að þessu sinni.

Rapsakur hjá Vingåker
Hér gefur að líta rapsakur milli Vårnäs og Vingåker. Rapsolían er jú gerpð úr raps. Kannski er farið að rækta raps á Íslandi líka og ef svo er er þessi rapsumræða mín óþörf. En alla vega; þessi mynd er tekin til austurs.

Sävstaholmsgård
Svo sneri ég mér við og tók aðra mynd til vesturs. Þar sem rapsakurinn endar er Sevstahólmsbýlið við Vingåker. Kringum miðja síðustu öld unnu 50 manns á Sevstaholmsbýlinu og tveir á hreppsskrifstofunni í Vingåker. Í dag vinna 50 manns hjá Vingåkershreppi og tveir á Sevstaholmsbýlinu. Þetta sagði mér Vingåkersbúi sem vann með mér í mörg ár.


Kommentarer
Rósa

Það er hægt að segja margt neikvætt um þessa ríkisstjórn. En eitt er jákvætt, það eru t.d. ráðherrar með stert, svart stelpa, hommi og dvergar :-) Sossarnir hafa aldrei náð eins mikilli mångfald í sínum ríkisstjórnum.



Kveðja,



R

2010-05-29 @ 08:23:51
Gudjon

Ég veit það en í gærkvöldi vildi ég bara vita um þetta jákvæða. Ég má nú einhvern tíma vera ánægður með ríkisstjórn.



Kveðja,



pabbi

2010-05-29 @ 09:21:22
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0