Gáta

Hér er gáta: Hvað eiginlega er konan sem við sjáum á myndinni hér fyrir neðan að gera?


Haha, ég veit, hún er að steikja laufabrauð. Og stafurinn á þessari laufabrauðsköku er V. Hún fékk útbreitt laufabrauð frá Íslandi í gær sem Valgerður sendi henni. Svo var ekki beðið boðanna og hún skar í laufabrauðið ein en ég fékk að pressa kökurnar þegar þær komu úr steikarpottinum og þær urðu svo sléttar og fínar.

En hér er önnur gáta: Hvað þýðir bókstafurinn H á myndinni hér fyrir neðan?


Ég veit það líka. Það þýðir að þetta er laufabrauðskakan hans Hannesar Guðjóns nafna míns og undir þeirri köku eru margar aðrar kökur með ólíkum bókstöfum og jólatrjám.


Svo er húsmóðirin á Sólvöllum búin að setja þessar jólastjörnur í svefnherbergisgluggann okkar. Það er ekki bara laufabrauð og soðiðbrauð sem hún hefur komið í verk að baka í dag, hún er líka að tína upp jóladótið sitt og finna því stað. Ég sé núna að þessi mynd er svolítið gölluð þar sem það eru missterkar perur í stjörnunum. Því er valdís búin að kippa í liðinn líka en tölvan er svo sein að öllu þessa stundina að ég legg ekki í að taka nýja mynd og vista.

Kuldinn er samur við sig og mælirinn er í -17 stigum. Það snarkar undir skósólunum þegar gengið er í snjónum og það rýkur frá vitunum. En inni er hlýtt og það er reyniviður úr Sólvallaskóginum sem hefur yljað okkur í dag og nú er skorsteinninn vel heitur fyrir nóttina. Þegar hann fer að kólna taka rafmagnsofnarnir við.


Kommentarer
Rósa

Nammi namm! Ég og Hannes Guðjón hlökkum til að fá að nasla í þessar kökur. Hann fékk mandarínu í skóinn í morgun.



Svo eru stjörnurnar í glugganum mikið flottar!



Kveðja,



R

2010-12-01 @ 09:59:04
Valgerður

það er aldeilis að jólasveinarnir eru margir í Svíþjóð ef þeir eru farnir að setja í skólinn frá 1. des. Hér á landi hefst þessi athöfn ekki fyrr en 11. des.

Glugginn er rosa fínn með svona jólastjörnum og þetta kemur skemmtilega út.

VG

2010-12-01 @ 21:30:38
Guðjón Björnsson

Já, svíþjóð er svo mikið fjölmennari!

2010-12-01 @ 23:15:34
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0