Sólvellir í dag, 29. október 2010

Já, hér er leyndarmálið, Sólvellir eins og þeir líta út í dag.


Meiningin hjá okkur var að birta engar myndir fyrr en búið væri að setja gerefti á glugga og hurð, setja hvítu borðin á hornin og ganga frá þakrennuniðurföllunum. En það verður dráttur á að þetta verði allt tilbúið þar sem við erum að kappkosta að einangra og fá hita og þurrk í húsið. Grænu rendurnar við hornin eru bráðabyrgðaniðurföll fyrir þakrennurnar og gera húsið svolítið skrýtið í laginu


Þó að húsið sé rúmlega 2,5 sinnum stærra en það var þegar við keyptum það hefur okkur tekist vel að halda upphaflega stílnum. Sólvellir var lítið fallegt hús og er í dag mikið stærra -en ennþá fallegt hús- sem á eftir að verða ennþá fallegra þegar búið verður að ganga frá atriðunum sem ég taldi upp með fyrri mynd.


Hurðin er búin að vera út í geymslu í eina tvo mánuði en við tímum ekki að setja hana í fyrr en búið er að bera það mesta af byggingarefni inn.


Þarna lét Anders Valdisi eftir að taka mynd af sér. Þann dag settum við meðal annars í sjö glugga og í glugganum til vinstri sést í draugahendi, en það er reyndar hendin á mér þar sem ég styð við gluggann svo að hann falli ekki út. Anders hefur verið að byggja einbýlishús inn í Örebro og sagði okkur þá undarlegu sögu í dag að hann hefði aðeins í örfá skipti hitt húseigendurna að því húsi. Þau hefðu aldrei komið til að gleðjast yfir neinu og einu sinni hefðu þau komið með nokkrar bollur í poka. Hér hjá ykkur er alveg frábært að vinna sagði hann þar sem við vinnum saman og það er góður félagsskapur okkar á milli. Einhvern tíma í dag leit hann á klukkuna og þá var hún meira en hann hafði haldið og þá sagði hann að tíminn liði svo fljótt þegar það væri gaman.


Nú læt ég oft eins og ég sé einn að framkvæma á Sólvöllum. Lausull til einangrunar er hægt að kaupa í byggingarböruverslunum en hér er kona sem tekur steinullarafganga og býr til lausull úr þeim.


Þegar upp var staðið vantaði 40 panelborð utan á húsið. Um leið og ég hafði sótt þau dreif Valdís í því að mála og svo voru þau tilbúin þegar Anders kom til að klæða. Hún er með í þessu öllu saman. Þeir sem hafa komið hingað til að vinna muna líka eftir vöfflunum og íslensku pönnukökunum sem þeir hafa fengið hjá Valdísi. Valdísi, og okkur báðum, þykir mikils um vert að þeir sem koma hingað til að vinna hafi góðar minningar um þennan vinnustað.


Kommentarer
Rósa

Þetta er og verður svooooo flott! Þið eruð duglegir byggingakarlar og kerlingar.



Kveðja,



R

2010-10-30 @ 19:43:39
Guðjón Björnsson

Takk Rósa mín



Kveðja frá ömmu og afa

2010-10-30 @ 19:49:37
URL: http://gudjon.blogg.se/
Valgerður

Voða voð a fínt en má ég panta mynd líka sem tekin er skógarmegin. Mig langar að sjá hvernig lenginin kemur út þeim megin frá.

VG

2010-11-03 @ 09:49:22
Guðjón

Alveg sjálfsagt Valgerður, við önnumst það í dag eða á morgun. Ég er í Vornesi og verð þangað til í fyrramálið

2010-11-03 @ 11:40:38


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0