Þar fékk ég að taka niður hattinn

Ég fór inn á netið áðan og las meðal annars grein eftir Illuga Jölulsson. Þar sem það er of flókið fyrir mig að útskýra um hvað geinin fjallað sleppi ég því. Það virðist vera svo margt og mikið flókið sem á sér stað þessi misserin í fósturlandinu. En talandi um þessa grein þá minnti hún mig á kaffihúsheimsókn í Stokkhólmi á miðvikudaginn var þegar ég fór með Rósu og fjölskyldu hingað til að taka við lyklunum að nýrri íbúð. Ég fékk þá það heiðursverkefni að gæta dóttursonarins meðan á þessum lyklaskiptum stóð.

Og þar með er ég kominn út í allt aðra sálma. Þessi drengur er svo vakandi yfir öllu sem skeður þar sem hann er á ferð að hann verður auðvitað að snúa fram í vagninum sínum til að vera virkilega þátttakandi í lífinu í kringum sig. Meira að segja menn sem koma álengdar eftir gangstéttinni, algerlega frosnir í andliti yfir ábyrgð sinni í lífsbaráttunni, þeir bráðna upp og borsa og heilsa honum nafna mínum. Auðvitað gera konur með álíka mikla ábyrgð og þessir frosnu menn hið sama, heilsa og geisla sínu blíðasta brosi. En þær gera nokkuð sem mennirnir gera mikið síður; þær nikka til mín líka.

En nú að kaffihúsheimsókninni aftur. Þegar við komum þarna inn sat á kluggasyllu við útidyrnar ung kona sem minnti á eitthvað en ég sleppti því jafn fljótt og ég tók eftir því. Nokkru síðar sá ég Rósu og Pétur á tali við hana og svona smám saman sannaðist þetta með að mín fyrsta tilfinning var rétt. Unga konan er barnabarn Jökuls Jakobssonar og faðir hennar rekur kaffihúsið. Hún ber svip feðra sinna og getur meira að segja ekki leynt því erlendis.

Nú kem ég að fyrirsögninni. Það er svo hræðilegt að ég varð að koma mér í gang með því að skrifa um eitthvað annað fyrst. Ég sem hef oft í bloggum mínum talað um mína hestaheilsu og að ég geti ekki yfir neinu kvartað og að ég finni mig ekki ári eldri en 35 eða 48 eða bara nefndu það. Nú var erindi okkar Valdísar, fyrst til Uppsala og svo hingað heim á hið nýja heimili Rósu, Péturs og Hannesar Guðjóns, að vera hjálpleg við flutninginn. En þegar búið var að koma allri búslóðinni hér inn af fluttningamönnunum og við vel byrjuð að taka upp úr kössum og taka til hér inni fóru þau hin út að kaupa mat sem við ætluðum að borða hér heima. Ég bað um lasanja.

Það er skemmst frá því að segja að þegar ég var rétt byrjaður að borða fannst mér ég finna fyrir einhverju einkennilegu innra með mér. Af græðgi minni hélt ég samt áfram og ég var líka vel svangur. Það er bara of seint fyrir mig að segja núna að ég hefði átt að hætta strax við þessa máltíð. Ég varð fárveikur. Ég hjálpaði ögn til þetta kvöld en eftir það vildi ég helst ekki vera á vegi nokkurs manns sem þó var erfitt að komast hjá. Ég fékk að taka niður hattinn og beygja mig fyrir almættinu. Ég get orðið lasinn líka og aðstoð mín takmarkaðist mjög. Á tímabili fyrir mörgum árum hafði ég ofnæmi fyrir nokkrum matartegundum en ég hélt að það heyrði sögunni til. Ég get alveg lofað að ég vil ekki sjá lasanja nálægt mér núna enda maginn ennþá aumur og ég kraftlaus.

Þau hin fóru í verslunina Míomublur til að skoða svefnsófa. Rósa og Pétur þurfa á einum svoleiðis að halda og við einnig þegar nýja viðbyggingin verður tilbúin á Sólvöllum. Valdís er líka fulltrúi minn í þessari verslunarferð. Míomublur eru líka í Marieberg í Örebro þar sem við munum koma til með að kaupa okkar sófa. Ég lá fyrir þegar þau fóru en fann á mér að ég þyrfti líka að snúa mér að einhverju öðru með. Núna er ausandi rigning en þau hafa mörg andyrrin að taka sig inn um og bíða af sér regnið. Ég sný mér að kojunni aftur.

Ps
Valdís hringdi og þagði þau vera inni á kaffihúsi og nú yrði það kaffi þar til þurrt yrði. Kaffi fyrir mig -nei ekki enn!



Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0