Dagur 3 viðbygging

Það best ég veit er útiverkum sem tefja byggingarvinnu lokið. Það var á mörkum að ég tímdi að taka tíma í það frá byggingarvinnunni en daginn sem hann Arnold kom til að segja að hann væri hættur akuryrkjubúskap hristi ég af mér óákveðnina. Í dag var dagur þrjú í byggingarvinnunni þó að ég hafi unnið að því fleiri daga sem ég lauk við í dag.


Það er verðandi forstofa sem ég helgaði þennan dag, föstudaginn 10 september. Það eru tveir vinnupallar í vegi fyrir myndatöku frá ljósastaurnum þannig að þessi mynd er ekki svo sniðug. En ég hef sagt það áður að eftir hvern áfanga mun ég taka mynd þaðan.


Veggirnir eru komnir upp og þverbönd yfir og undir glugga og hurð. Viðurinn sem kominn er undir þak þornar nú og setur sig. Á mánudag kemur Anders við annan mann og við ætlum þá að vera þrír við að  setja þakið á forstofuna. Þá fer viðurinn í henni að setja sig og þorna líka.


Hér er aðeins meiri nærmynd. Hvaða spírur þetta eru sem standa þarna út í loftið er ennþá byggingarlistarleyndarmál okkar Sólvallaaðstandenda. Það er mögulegt að það verði opinberað á myndum frá degi fjögur á mánudag. En alla vega, þarna fyrir miðju er op fyrir nýmóðins útihurð fyrir okkur Sólvallabúa á sunnudögum og til móttöku á gestum og gangandi sem kunna að skjóta upp kollinum. Þetta átti nú að vera brandari því að þessar dyr komum við sjálfsagt til með að nota flesta daga.


Í geymslunni þarna hinu megin við íslenska fánann er verðandi hurð geymd, einnig flestir gluggar í nýbyggingarnar. Vinnan á þessari forstofu frá gólfi og upp úr er mín og það hefur verið skemmtileg vinna og það verður rosalega gaman að setja útihurðina í. Á mánudagskvöldið kom hann Anders smiður í heimsókn og þá var ég búinn að reisa nokkrar stoðir í forstofuveggina. Hann kom breitt brosandi heim að húsinu þar sem ég var að þá að vinna í forstofunni og varð að orði: Ef ég kem ekki til að gera hlutina gerir þú þá bara sjálfur.

Það liggur nokkuð í því og fyrst það tókst ekki að gera þessar byggingar klárar fyrri hluta sumars hef ég ekkert á móti því að spara útgjöld með eigin vinnu að vissu marki þar sem það er ekkert sérstakt sem rekur á eftir. Þó að ég vinni mikið hægar en þessir menn er ég samt á góðum launum auk þess að þykja þetta gaman. Þegar þakið verður komið á forstofuna á mánudagskvöldið kemur förum við Valdís til Uppsala.

Svo minni ég á nýja heimasímanúmerið okkar sem er 0046 585-77 41 77



Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0