Ekki til setunnar boðið

Já, það er ekki til setunnar boðið. Klukkan nálgast óðfluga tíu slagið og ég er búinn að heita mér því að vera lagstur á koddann fyrir klukkan tíu. Það á að gera mikið hér á morgun og ég tel mig búinn að gera talsvert í dag. Smiðurinn kemur á morgun og ætlar að leggja þakpönnur á og hvort ég verð með honum veit ég ekki, en eitt er víst að þó ég verði ekki aðstoðarmaður hans á morgun er mikið afgangs handa mér. Það er svo sem enginn vandi að leggja pönnur á þak en þar sem byggingar mætast í vinkil verður heilmikil sögun. Hann er vanur svoleiðis. En hvað um það, Óli Lokbrá kallar og ég geng á vit hans. Góða nótt.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0