Í Uppsala

Ég fór með Rósu, Pétri og Hannesi Guðjóni til Stokkhólms í dag. Þau voru að taka við íbúðinni sem þau keyptu í júníbyrjun, líta betur á hana og skipuleggja. Valdís var eftir í Uppsala og hélt áfram að undirbúa komu flutningamanna sem koma hér klukkan átta í fyrramálið til að taka búslóðina.

Meðan gengið var frá lokaatriðum íbúðakaupanna hjá fasteignasalanum vorum við nafni minn á rölti um götur Stokkhólms. En áður en við lögðum af stað til Stokkhólms höfðum við verið að pakka niður og ganga frá ýmsu og þegar við komum frá Stokkhólmi segi ég alveg satt að ég var mikið þreyttari en Hannes Guðjón. Það sem þessi börn geta aðhafst án þess að verða þreytt, það er með ólíkindum. Nú má kannski ætla að ég hafi unnið meira en hann en nú skal ég sýna ykkur myndir sem sýna aldeilis hið gagnstæða.


Hér er hann með grænu töskuna á fullri ferð og og það var ekki bara einu sinni sem hann fór með hana yfir gólfið. Nei, hann þaut með hana fram og til baka hvað eftir annað. Þessi drengur er eins árs og átta daga gamall.


Þegar hann hafði lokið vinnu sinni með grænu töskuna tók hann til við þá rauðu. Lengi vel bjástraði hann með þessa tösku á fullri ferð og gaf sig hvergi.


Nú var það svarta taskan og hér gæti hann vel verið að þjóta inn um dyr á Arlanda á leið sinni til Íslands. Það eru mörg skrefin fyrir þennan stutta mann að taka sig þvert yfir stóra íbúð með þessar töskur í eftirdragi. Fyrir hann var þessi töskuvinna alveg bráðnauðsynleg og afar skemmtileg meðan við hin héldum áfram við að pakka niður og ganga frá til flutnings.


Svo auðvitað verður maður að halda sér hreinum til að geta sofið vel og tekið til við ólíkar athafnir í fyrramálið. Pabbi hjálpaði honum að baða sig og það virðist fara vel á með feðgunum.



Kommentarer
Valgerður

þetta er nú meiri krúttíbollan hann systursonur minn

2010-09-15 @ 23:01:42
Guðjón Björnsson

Já, hann er það Valgerður, þróttmikill og skemmtilegur.

2010-09-15 @ 23:21:41
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0