Meira um afmæli

Hannes Guðjón dóttursonur sem varð eins árs þann 7. september var á bloggsíðunni minni í fyrradag. Ég ætlaði þá að nota nýja mynd af honum með því bloggi en það var þá eins stundum skeður hjá mér að ég ræð ekki við tæknina. Það varð því engin ný mynd í það skiptið. En nú er ég búinn að fá þá hjálp við þetta og ég er hér með tvær myndir sem voru teknar af honum á afmlisdaginn.


Hér er hann að skoða peysu sem hann fékk frá ömmu og afa. Ég verð að viðurkenna að amma á heiðurinn af að hafa keypt peysuna en hér er eins og drengurinn sé í alvöru að leggja peysuna að kroppnum til að sjá hvort ekki sé bara allt í lagi með hana -eða að dást að fjölbreyttum myndunum. Þarna eru margs konar gerðir af húsum og peysan hlýtur bara að vera spenandi. Amma hefur nú valið alveg stórsniðuga peysu. Svo er hann í annarri peysu með mjög fallegu munstri og hún er frá Valgerði móðursystur. Það verður gott að hafa góðar peysur í vetur til að vera í á leiðinni í leikskólann. Í leikskólann? Og það er eins og drengurinn sé fæddur fyrir svo stuttu síðan.


Pabbi og Hannes að lesa og enn er hann í peysunni frá Valgerði móðursystur. Hann er að fletta bókinni eða hvað? Það lítur virkilega út fyrir það. Við amma förum að heimsækja Hannes og þau öll eftir helgina. Í næstu viku flytja þau aftur til Stokkhólms. Hannes er að verða Stokkhólmari.


Kommentarer
Valgerður

Gott hvað þessi litli prins ber peysurnar fallega. Ég er voða glöð á meðan hann er svona lítill því peyrurnar þurf þá ekki að vera mjög stórar ;o) nú er hér húfa tilbúin og önnur á leiðinni vð þessa fallegu peysu (þó HÚN ER FALLEG)fyrir veturinn.

Kveðja frá Eyjum

VG

2010-09-11 @ 22:55:39


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0