Mikið að ske

Í dag var eiginlega dagur 5 í viðbyggingu, það er að segja dagur þar sem hefur skeð svo mjög mikið í einum dagsáfanga. En málið er bara að ég má ekki vera að því að blogga því að ég þarf að ganga á vit Óla vinar míns og vera vel úthvíldur snemma í fyrramálið það sem ég þarf að skreppa til Örebro að sækja byggingarefni.

Að öðru leyti get ég sagt í stuttu máli að það var héla á þakinu í morgun um hálf sjö leytið þegar ég dró mig þangað upp. En dagurinn varð bæði hlýr og mikið fallegur. Þeir eru oft fallegir septemberdagarnir og dagurinn í dag með. Smiður í dag, smiður á morgun og væntanlega smiður á föstudag. Það er gaman hjá ellilífeyrisþegunum og Valdís bakaði lummur úr grjónagrautnum sem varð afgangs í hádeginu.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0