Sumarveður

Mikið var þetta kvöld fljótt að líða. Fyrsti vinnudagur minn síðan í byrjun febrúar og fyrsti dagurinn þegar hitinn fór í 20 stig. Og svo var kvöldið þetta notalega kvöld þegar maður vill bara halda áfram að vera úti alveg fram í myrkur. Í gærkvöldi fluttum við tvo hlyni út úr skóginum eins og ég hef sagt áður. Eftir að ég kom heim í dag fluttum við einn hlyn til, rúmlega fjögurra metra háan. Valdís réði sér ekki í dag. Hún rakaði laufi og hrísi  af stórum hluta af lóðinni og þegar ég kom heim sat hún úti með handavinnuna sína. Þetta er búinn að vera frábær apríldagur og spáin fyrir næstu daga er sú sama. Á miðvikudag í næstu viku á síðan að verða kaldara, spáð sjö til níu stiga hita. Bjarkirnar eru að springa út í lauf og hlynirnir eru að verða all grænir ásamt ýmsu fleiru sem er á fullri ferð. Tún og haustsánir akrar eru hvanngræn og bændur vinna hörðum höndum að vorsáningunni. Búið er að setja upp viðvörunarskiltið "Trönur" í Leppe en þó að Leppetrönurnar séu komnar varð ég þeirra ekki var í dag. Hér með lýkur dagbókarfærslu dagsins.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0