Alveg er það merkilegt

Já, það er dálítið merkilegt þegar þessi smiður er hérna að vinna að þá er ég að rembast við að vera ekki svo rosalega mikið seinvirkari en hann. Hann er jú 14 árum yngri en ég, þannig að á mínum aldri get ég kannski ekki vænst þess að hafa við honum. Og sterkur er hann og þegar ég sagði það við hann um daginn dró hann upp ermina og sagði að handleggirnir væru mjóir og aumingjalegir.

Í fyrradag, mánudag, var hann hérna og okkur gekk alveg rosalega vel. Svo var ég allan gærdaginn að ná mér og eldsnemma í morgun kom rafvirki og þá fékk ég mörg verkefni að framkvæma á örstuttum tíma. Svo þegar smiðurinn kom 15 mínútum eftir að rafvirkinn fór var ég þegar orðinn móður. Þess vegna fékk ég smiðinn til að byrja á kaffi svo að ég fengi örlítinn tíma á stólnum. En svo settum við í gang og það var afkastadagur í dag get ég látið ykkur vita. Hvað við höfum gert er ennþá leyndarmál og verður alla vega þangað til annað kvöld. Svo fór ég bara á AA fund og lét Valdísi sjá um tiltektina.

Það er vetur hér og spáð hressilegu frosti, eða upp í tuttugu stigum á köflum næstu daga. En það er alla vega logn og það er oft sól og fallegt veður. Dádýrin eru nú nærgöngulli en nokkru sinni fyrr og það er ekki gott að vita hvernig elskulegum eikum reiðir af hér utan við skurðinn þessa dagana. En hvað mundi ég ekki gera sjálfur ef ég væri svangur og kaldur og í vandræðum með mat. Hún Kristjana kennari og skólastjóri á Klaustri kenndi okkur það fyrir meira en 50 árum að þá leggði maður sér hið ólíklegasta til munns.

Valdís er komin undir sængina hér fyrir aftan mig og er að lesa. Ég ætla að slást í hópinn en á ekki von á að síðurnar verði margar sem ég les. Óli er svo lunkinn með mig þegar ég á annað borð er kominn með höfuðið á koddann. Góða nótt.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0