Leyndarmálið

Ég er eitthvað búinn að ía að því undanfarið að við séum að pukra með eitthvað. Valdís spurði mig fyrr í kvöld hvort ég ætlaði ekki að fara að segja frá síðustu kaupunum okkar. Og það er nú það, á ég þá ekki að eiga neitt leyndarmál? Nei, sannleikurinn er sá að það er svo lang einfaldast að eiga engin leyndarmál. Þá er hægt að sofa vel á nóttunni og eiga góðar stundir með Óla Lokbrá.

Jú, málið er nefnileg það að við keyptum nýjan bíl á þriðjudaginn var og þó að þetta að kaupa bíl sé orðið svo ótrúlega hversdagslegt, þá held ég að ég verði nú að kynna þennan bíl svolítið. Við áttum áður bíl sem heitir Ford focus C-max og eins og sjálfsagt allir vita fólksbíll sem er álíka hár að setjast inn í og óhækkaður jeppi. Þar að auki brennir sá bíll etanoli sem talið er umhverfisvænt. Sá bíll er sá besti sem við höfum átt fram til þessa.

En nú erum við komin á Ford focus C-max sem er með díselvél og hafi fyrri bílinn verið sá besti fram að þessu, þá er núverandi svo mikið betri að sá fyrri hverfur algerlega í skuggann. Nýi bíllinn er afar líkur þeim fyrri í útliti en eiginleikarnir eru hreinlega allt aðrir. Hann líður áfram á þann hátt að stundum er ég ekki viss um að hann sé í gangi og hann liggur á veginum eins og hugur manns. Það þótti mér líka með fyrri bílinn en hér er bara eitthvað allt annað á ferðinni. Hann brennir innan við fimm lítrum af dísilolíu á 100 km og er þess vegna viðurkenndur sem umhverfisvænn bíll. Því þurfum við ekki að borga af honum skatt fyrstu fimm árin og fleiri kostir fylgja í kaupunum. Eitt og annað fleira gæti ég talið upp en ég læt það vera. Nú er komið að sýningu á bílnum.


Nýi bíllinn okkar utan við Ford verslunina í Örebro. Við prufukeyrðum svartan bíl sem stóð við hliðina á þessum og við féllum umsvifalaust fyrir honum.


Engin orð þarf yfir þetta. Eitthvað svipað og í öllum öðrum bílum.


Hér er þokkalegt pláss fyrir fætur og ef miðsætið er fært langt aftur þannig að ekki sé hægt að nota það er hægt að færa hin tvö það mikið aftur að hægt er að teygja hressilega úr fótunum. En svoleiðis er það kannski orðið í fjölda bíla, hver veit? Ekki ég.


Kommentarer
Rósa

Flottur bíll! Til hamingju með hann. Hlakka til að prufukeyra hann.



Kveðja,



R

2011-02-04 @ 08:06:20
Þórlaug

Til hamingju með nýja bílinn, hann er fallegur bæði utan og innan.



Hér er allt í einu komið svolítið vetrarveður og dálítill snjór, það styttist í að göturnar verði ófærar. Þetta telst samt ekki mikið í Hrísey, þar myndu börnin drífa sig út að renna sér :-)



Bestu kveðjur,



Þórlaug

2011-02-04 @ 23:30:13
Guðjón Björnsson

Takk fyrir hamingjuóskir. Hér er mest væg hláka Þórlaug og snjórinn, það litla sem eftir er, skapar bara bleytu.



Kveðja, Guðjón

2011-02-05 @ 09:34:59
URL: http://gudjon.blogg.se/
þóra H Björgvinsdóttir

Til hamingju með flotta bílinn ykkar

kveðja Þóra

2011-02-05 @ 23:00:26
Valgerður

Til lukku með bíl og þægindi.

VG

2011-02-07 @ 15:18:46
Guðjón Björnsson

Takk, takk Valgerður og Þóra

2011-02-08 @ 11:12:45
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0