Að reisa sig upp af naglanum

Ég man eftir hvolpi á Kálfafelli sem var afar skemmtilegur eins og allir litlir og glaðir hvolpar. Eitt sinn sat hann og skrækti og enginn vissi hvað angraði hann. Hvolpur sem á svo bágt sem þessi átti í þetta skipti tekur maður jú upp og reynir að hugga. Þá kom í ljós hvað angraði hvolðpinn. Hann sat á naglaspýtu.

Það var nokkuð svipað þessu sem ég tók þátt í í dag þó að enginn líkamlegur sársauki væri þó á ferðinni. Internetið hefur verið seinvirkt á köflum og á köflum alveg ónóthæft. Svo hefur það líka verið þannig að það hefur ekki verið hægt að tala í síma og vera út á netinu samtímis. Við vorum orðin mjög þreytt á þessu því að það var svo mikið um tilgangslausa tímaeyðslu að vera út á netinu. Ég tók einu sinni enn leiðbeiningabókina og nú rak ég augun í eftirfarandi: Ef tölvan er seig, það tekur mjög langan tíma að komast inn á heimasíður og annað efni er reynandi að tala við aðstoðarmann og fá hjálp með að festa inni 3G netið. Við Valdís ræddum þetta og svo hringdi ég.

Ungur þolinmóður maður hlustaði á mig og ég sagði honum að tölvan væri óþolandi seig og svo gætum við aðeins gert eitt í einu, verið út á netinu eða talað í símann. Allt í lagi, hann var til þjónustu reiðubúinn. Svo byrjuðum við. Þetta var mjög einfalt, hann sagði til og ég gerði sem hann sagði. Við gerðum margar tilraunir til að festa inni 3G netið en það var af og frá að það tækist. Að lokum ráðlagði hann okkur að kaupa loftnet sem við gætum til dæmis stillt út í glugga og eftir það gætum við reynt aftur. Hann sagðist líka sjá að næsta mastur væri í 6,8 km fjarlægð og það væri eiginlega of mikið. Svo þökkuðum við hvor öðrum fyrir og kvöddumst.

Ég fór fram til Valdísar og gaf skýrslu og við ákváðum að kaupa loftnet. En -allt í einu rann upp ljós fyrir mér. Ég var að tala í símann og samtímis ætluðum við að vinna á netinu. Samtal okkar byrjaði á því að það væri ekki hægt og hann staðfesti að á 2G netinu væri það alls ekki hægt og við vorum einmitt á 2G netinu að gera það sem ekki var hægt að gera. Þarna var ég eins og hvolpurinn fyrir mörgum áratugum og kannski aðstoðarmaðurinn líka. Ég get hins vegar alveg tekið það á mig einan. Ég er eiginlega vaxinn upp úr því að þurfa alltaf að klína á aðra þegar ég dugi ekki sjálfur. Og svo fannst mér þetta allt í einu bara vera spreng hlægilegt.

Ég hringdi aftur, núna úr farsíma og nú kom annar ungur maður í símann, líka þolinmóður, og ég sagði honum hvernig allt væri í pottinn búið. Hann hló ekki en sagði að við skyldum bara prufa. Ég kunni í sjálfu sér að framkvæma þetta eftir svo margar tilraunir sem við höfðum gert í fyrra skiptið. Allt gekk nú eins og í sögu, rétt ljós fengu réttan lit og nú lifir cyanblár litur á fjórða ljósinu á módeminu og það þýðir að 3G er ráðandi. Allt virkar svo hratt eins og það hefur aldrei gert áður. Við erum búin að prufa að tala í símann og surfa samtímis og það gengur betur en orð fá lýst. Ef maður hefur vit á að standa upp af naglaspýtunni og hætta að skæla, þá má búast við árangri.


Kommentarer
Rósa

Þarna varstu duglegur pabbi! Barasta orðinn tölvuséní.



Kveðja,



R

2011-01-05 @ 22:21:14
Guðjón Björnsson

Cyanblátt táknar að við erum á turbo-3G netverki að surfa. Tövan segir að hastigheten sé 100 mb. Blátt ljós táknar 3G en þetta cyanbláa táknar turbo-3G. Nú er ég ekki sérfræðingur í litum en þetta er enginn venjulegur blár litur og þá segi ég að það sé cyanblátt. Hann slær öðru hvoru í venjulegt blátt og þá stutt í einu.



Kveðja,



pabbi

2011-01-05 @ 23:36:52
URL: http://gudjon.blogg.se/
Valgerður

Sko pabbi það er nokkuð ljóst að tölvugenin fáum við frá þér, eða hvað......

VG

2011-01-06 @ 09:42:47
Guðjón Björnsson

Já, ég svo sem veit þetta en ég er bara svo hógvær að ég hef ekkert veið að tala um það.



pabbi/afi

2011-01-06 @ 11:30:58
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0