Guðdís í Svíþjóð

Hún Guðdís dótturdóttir og Valdís amma hennar fóru í Marieberg í dag og voru þar á búðarrölti. Búðarröltinu luku þær svo með því að fara í stórinnkaup í Coop forum sem er alveg þokkalega stór matvöru- og heimilisþarfaverslun í Marieberg. Þá hringdu þær í mig og ég fór á eftir þeim. Við hlóðum stórinnkaupunum í bílinn og svo fórum við áfram inn í Örebro samkvæmt fyrirframgerðri áætlun. Í dag tókum við nokkrar vetvangsmyndir og auðvitað verðum við að skarta einhverju af þeim. Valdís er líka búin að birta nokkrar þeirra í http://www.flickr.com/account



Þær nefnilega gleymdu stelpurnar að kaupa grilololíu fyrir morgundaginn þegar Rósa, Pétur og Hannes koma, en þá á að grilla og auðvitað koma þau Kristinn dóttursonur og hún Johanne kærastan hans líka. Það verður því heilmikið fjölskyldumót á Sólvöllum á morgun. En aftur að efninu; hér er Guðdís að gæta innkaupavagnsins meðan amma skrapp inn í verslunina aftur til að kaupa grillolíuna og afi var á leiðinni frá Sólvöllum. Henni virðist ekkert leiðast stúlkunni þarna.


Við skruppum í Sveppinn til að fíka, það er að segja við fengum okkur eitthvað að drekka og þokkalega köku með. En þessi mynd er tekin til austurs úr svampinum og sér þarna yfir nærliggjandi bæjarhverfi í Örebro og lengra frá sést sá hluti Hjälmaren sem næstur er Örebro.


Norðurlandafánunum er daglega dags flaggað uppi í Sveppinum og við hlið fána hvers Norðurlandanna er sænska fánanum einnig flaggað. Valdísi er mikið í mun að fá mynd af gestum sem koma til okkar við þessa tvo fána sem við sjáum á myndinni. Fyrir miðri mynd: Valdís og Guðdís.


Og Guðdís stillti sér upp með afa líka. Lengst til hægri á myndinni og lengst í burtu sér til Suðurbæjarengisins þar sem við bjuggum áður en við fluttum á Sólvelli og hæðin við sjóndeildarhringinn er Suðurbæjarbrekkan.


Eftir hringferð uppi á hatti Sveppsins fórum við inn að "fíka" eins og ég sagði áður. Svo varð auðvitað að taka mynd af ömmu og Guðdísi þarna inni í svalanum meðan sólin baðaði í heitum geislum sínum sjálfa Örebro ásamt skógum sem virtust ná endalaust í allar áttir.


Eftir fíkuna í Sveppinum. Valdís er á fullri ferð lang fyrst, þá Guðdís dótturdóttir frá Vestmannaeyjum og afi að snúlla einhvers staðar í nágrenninu með myndavélina. Sveppurinn er kaldavatns miðlunartankur fyrir Örebro og er 58 m hár. Uppi í svamphattinum er veitingastofa.

-----------------------------------------------------------------




Svo að lokum eitt smá atriði: Ætli það sé allt í lagi með hann, manninn þarna til hægri á myndinni?


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0