Fullt,fullt af fólki

Það eru góðar tíðir núna. Fram undan eru 18 dagar í fríi frá allri launavinnu en að vísu ekki frá byggingarvinnu. Rosalega verður það gaman og það mun nú eitt og annað klárast af óunnum verkefnum í Sólvallahúsinu hinu sögulega og marg umskrifaða. Ég er búinn að vinna alveg helling í Vornesi á síðustu 20 dögum og innréttingarvinnan hefur því gengið fremur hægt. Það er seint kvöld núna en að horfa hér á myrkan gluggann og hugsa til þessara 18 daga framundan veldur því að ég sé bara haf af sólskini.

Það er líka gestagangur hjá okkur núna og í nýja herberginu sefur dótturdóttirin Guðdís, en hún kom í dag með lest frá Gautaborg þar sem hún hafði verið í nokkra daga á stóru handboltamóti.


Myndavélin hefur ekki verið hér á lofti síðan hún kom og þess vegan nota ég ljósmyndastofumynd af henni. Ég kom heim úr vinnu nokkru eftir hádegi þannig að það var hann Kristinn bróðir hennar sem tók á móti henni á járnbrautarstöðinni. Hann er búinn að búa í Örebro áður og er öllum mikilvægum hnútum kunnugur.


Hann Kristinn dóttursonur er hér líka með norsku kærustuna frá Bergen, henni Johanne. Þau nefnilega komu í gærmorgun eftir langa og stranga ferð alla leið frá Bergen í einum áfanga. Þau lögðu af stað frá Bergen eftir vinnu á föstudag og komu mátulega til að borða morgunverð með okkur á laugardag áður en ég fór í vinnu í Vornesi til að vinna nóttina sem leið. Annars búa þau inn í Örebro meðan á dvölinni stendur og tilláta sér þannig svolítinn munað í ferðinni.


Svo er hér mynd af öllum systkinunum frá Vestmannaeyjum. Erla sem er til vinstri á myndinni er að fara í æfingabúðir í Þýskalandi um miðjan mánuðinn. Við verðum að vera dugleg við að taka myndir af þessari heimsókn svo að ég þurfi ekki að vera að nota myndir sem ég hef notað áður eins og þessar allar sem ég notaði líklega síðla vetrar. Auðvitað er líka skemmtilegast að nota myndir af fólkinu sem eru teknar á vetvangi akkúrat núna meðan á heimsókninni stendur.

Nú, þau fara í vikunni og í vikunni kemur í staðinn Rósa og fjölskylda og stoppa líklega í tvær vikur. Það verður sem sagt nóg að blogga um á næstunni en nú er ég orðinn svo syfjaður að ég er hættur að halda höfði og veit varla hvað ég skrifa. Það er mál að ganga til fundar við Óla Lokbrá.

Ps. Það er kominn morgun á ný og þegar ég gerði þetta blogg í gærkvöldi var ég orðinn svo syfjaður að einu sinni sofnaði ég á iinu þannig að það koma bar langt iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. Ég þorði því ekki annað en lesa þetta yfir núna að morgni og hélt kannski að ég hefði ruglað alveg hroðalega. En ég komst að því að ég hefði ekki ruglað meira en ég bara á vanda til. GB


Kommentarer
Rosa

"iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii": ha ha ha!



Kveðja,



R

2011-07-11 @ 09:51:08


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0