Dularfullir menn kringum Sólvelli

Nokkuð snemma í morgun fórum við Valdís til Örebro. Hún ætlaði að eyða deginum þar, meðal annars að hitta vinkonur sínar fjórar sem hún borðar með mánaðarlega. Þegar við vorum að leggja af stað urðum við vör við tvo dularfulla náunga sem voru að svingla hér í kring en við létum okkur hafa það og fórum af stað.


Þegar við fórum af stað leit aðal hitunartækið í húsinu okkar svona út. Við köllum þetta arinkasettu og kasettan er mikið hitunartæki og hefur látið okkur í té mikinn hita hér á Sólvöllum gegnum árin. Við létum setja hana upp þegar fyrsta árið okkar hér. En sannleikurinn er þó sá að hún hefur haft einn galla og það er að skorsteinninn er ekki svo vel gerður fyrir hana. Þessum galla ætla ég ekki að eyða mörgum orðum að lýsa en hann hefur valdíð því að það hefur öðru hvoru slegið niður í skorsteininum og þá einfaldlega kemur reykur inn. Ekki svo gaman það.

En nóg um það og þegar ég var búinn að skila Valdísi af mér inn í Örebro og erinda lítillega þar sjálfur sneri ég heim á leið. Ég velti mönnunum fyrir mér og var nokkuð eftirvæntingarfullur um snudd þeirra þegar við vorum að leggja af stað að heiman.


Og málið var einfaldlega það að þegar ég kom inn var arinkasettan horfin. Var virkilega búið að stela henni? Var það meining þessara manna að stela kasettunni meðan við vorum í Örebro? Svo fór ég að leita að þeim.


Þegar ég var búinn að æða umhverfis húsið og kíkja í geymslurnar úti kom ég til baka inn og þá hitti ég þessa vinalegu náunga. Og hvað haldið þið? Þeir voru að skipta kasettunni móti einhverju mikið fínna og betra tæki. Þessir náungar voru þá bara góðir strákar. Þetta voru Róland skorsteinsviðgerðarmaður og sonur hans Jóhann sem var  honum til aðstoðar. Þeir unnu hraustlega eins og allir aðrir sem hafa unnið hér á Sólvöllum í öllu þessu byggingarbrambolti okkar. En svo er það bara spurningin hvort vinnan þeirra var til einhverra bóta. Við skulum líta á næstu mynd.


Hér eru þeir búnir að ganga frá því sem við köllum viðarkamínu og er mikið snoturt tæki. Róland lofaði því að hún muni hita mikið betur en kasettan og svo er kannski það besta að kamínan er tengd skorsteininum á annan hátt en kasettan, ofar og þá er skorsteinsrásin bein upp eftir það. Maður verður líka fljótt var við hitann sagði hann. Svo fengum við okkur kaffi og kanellengju sem Valdís hafði skilið eftir á matarborðinu því að auðvitað vissum við vel hvað dularfullu mennirnir voru að snudda hér úti þegar við lögðum af stað. Svo fóru þeir og allir voru glaðir ég fór að sækja Valdísi.


Hvernig kemur kaminan út? spurði Valdís þegar við hittumst inn í Örebro. Ég sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Ha ha ha sagði Valdís langdregið, nú ertu að skrökva. Já ég var að skrökva því að ég var alveg rosalegsa ánægður með þetta allt saman. Ég er oft ánægður með hlutina hugsaði ég. Svo þegar við komum heim tók ég auðvitað mynd af þeim saman, Valdísi og kamínunni, og ég bæði sá og heyrði að Valdís var himinlifandi líka. Eiginlega taka þær sig vel út þarna saman, þær eru báðar hlýlegar.


Hér er svo hægt að bera þetta saman frá öðru sjónarhorni, fyrri útbúnað hér og þann nýja fyrir ofan. Það fer ekki milli mála að þetta er mikil framför fyrir Sólvelli. Enn einn gleðilegur áfangi.

Þess má geta að Róland þessi er 56 ára og því er erfitt að trúa. Jóhann sonur hans er heyrnarlaus og mállaus og ég hef aldrei fyrr verið svo mikið í návígi við slíkan mann.



Kommentarer
Rósa

Þetta er STÓRGLÆSILEGT! Rosalega fín breyting.



Kveðja,



R

2011-03-17 @ 22:33:20
Valgerður

VÁáááá

Til lukku

VG

2011-03-18 @ 10:13:03
þóra H Björgvinsdóttir



þessi Kamína er svakalega flott ,ein og allt sem þið eruð búin að gera þarna á Sólvöllum til hamingju með þetta.

kveðja

þóra

2011-03-19 @ 22:57:12


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0