Hvað er ég að gera

Mér þykir afar vænt um kyrrð og ég sagði einhvers staðar um daginn að ég aðhyltist hljóða tóninn í söngnum. Ég býst við að það sé uppeldisatriði að ég syng ekki en ég hef hins vegar mjög gaman af að hlusta á góðan sön, en ég vil ekki alltaf hafa hann dynjandi á hljóðhimnum mínum. Þegar ég talaði um hljóða tóninn um daginn datt mér í hug saga sem fólk hefur lesið líklega í hartnær 3000 ár. Mér finnst sagan mjög falleg og því ætla ég að endursegja hana hér.

Elía spámaður dvaldi í helli í fjallinu Hóreb. Menn sátu um líf hans og hann var hræddur. Drottinn kom til hans og ræddi við hann og að endingu bað Drottinn hann að ganga út og nema staðar á fjallinu frammi fyrir sér.

"Og sjá, Drottinn gekk fram hjá, og mikill og sterkur stormur, er tætti fjöllin og molaði klettana, fór fyrir Drottni, en Drottinn var ekki í storminum. Og eftir storminn kom landskjálfti, en drottinn var ekki í landskjálftanum. Og eftir landskjálftan kom eldur, en Drottinn var ekki í eldinum. En eftir eldinn heryrðist blíður vindblær hvísla. Og er Elía heyrði það, huldi hann andlit sitt með skikkju sinni, gekk út og nam staðar við hellisdyrnar. Sjá, þá barst rödd að eyrum honum og mælti: "Hvað ert þú hér að gjöra, Elía?""

Blíði vinblærinn hvíslaði. Mér finnst ég skynja vor þegar ég skrifa það. Hlýr morgunn og laufið skrjáfar næstum hljóðlaust upp í safaríkum trjákrónunum, fuglar sinna sínu og jörðin angar af jörð og gróðri. Þá talar Drottinn til okkar með því að láta sköpunarverk sitt umlykja okkur og þá skynjum við eitthvað sem er okkur æðra, einmitt í hljóða tóninum. Á slíku augnabliki elskum við kyrrðina og viljum gjarnan láta eitthvað gott af okkur leiða.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0