Stokkhólmsferð

Upp úr klukkan fimm í dag, sunnudag, komum við heim úr Stokkhólmsferð og skömmu eftir heimkomuna þegar við vorum að borða steikta ýsu fundum við að það var svolítið lágt á okkur risið -við vorum lúin. En ég talaði um það í fyrradag eða svo að ég ætlaði að taka myndir af henni Valdísi ömmu með yngsta barnabarninu sínu og nú ætla ég að standa við það. Það verður ekki mikill texti núna en þeim um meiri einhvern tíma seinna.


Hannes Guðjón þekkti okkur strax þegar við komum heim til þeirra og amma var mjög fljót að ná góðu sambandi við hann. Hér ræða þau málin og eru kát.


Það virðist ljóst að ungi maðurinn verður fljótur að læra á tölvur og hér nýtur hann aðstoðar ömmu sinnar.


Þarna eru þau að hlusta á líflega músik, Hannes, amma og mamma og það fær lítinn dreng til að veifa örmunum og dilla sér. Gaman, gaman og amma tekur þátt í leiknum og þá er ennþá meira gaman. Það er nefnilega meira gaman að dansa þegar maður er ekki einn.


Svo var spilað meira og skoðaðar myndir og bara gaman.


Pabbi, í annarri hendinni hef ég kú og gettu hvað er í hinni hendinni.


Svo fórum við öll út að ganga og skoðuðum vinnustofuna mömmu og pabba. Amma og afi, þið megið leiða mig, við hittumst ekki svo oft.


Það er nú ekki skrýtið að ég þurfi að hvíla mig aðeins. Fæturnir mínir eru svo mikið styttri en ykkar. Gott að það eru svona fínar gluggasyllur til að hvíla sig á og ekki er verra að það er fullt af englum þarna innan við rúðuna.


Nú er komið kvöld og best að fara alveg sérstaklega snemma að sofa. Við þurfum á því að halda og í fyrramálið kemur galvaskur smiður og það er best að við reynum að vakna vel í stakk búinn. Góða nótt.



Kommentarer
Hannes

Takk fyrir komuna!



Kveðja,



Hannes

2011-03-13 @ 20:43:36
Guðjón Björnsson

Og það var svo gaman að hitta þig Hannes.



Kveðja frá ömmu og afa

2011-03-14 @ 07:27:04
URL: http://gudjon.blogg.se/
Valgerður

Litla krúttibollan. Hvernig er það fáum við að hafa hann eitthvað í sumar hjá okkur eða......????? Eða sjá hann?

kv

Valgerður

2011-03-14 @ 09:55:47


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0