Valdís meðal bjarkanna sinna

Ég bara gaaat ekki látið þetta bíða.


Ég var búinn að vingla þarna á lóðinni og horfa á þessar bjarkir og velta fyrir mér hvað þær hefðu stækkað gríðarlega mikið frá því að við komum á Sólvelli. Svo bað ég Valdísi að koma og standa þarna undir þeim svo að það væri eitthvað að miða við. Valdís er ekkert smælki en hún er samt ekki ýkja stór í þessum samanburði. Það var sterkt sólskin þegar ég tók myndirnar þannig að ég réði ekki alveg við birtuna. Ég hefði kannski átt að bíða til morguns en þá er spáð rigningu og ég er barnalegur í augnablikinu og get ekki beðið. Öll þessi blaðgræna er til mikillar ánægju.


Ég náði ekki toppunum með á hinni myndinni þannig að ég færði mig fram á veg og þá náðist mynd alveg upp á töpp. Við eum svolítið stolt af mörgum trjám á Sólvöllum.


Í gær gekk ég yfir til grannanna sunnan við til að forvitnast hvernig byggingarframkvæmdirnar gengju hjá þeim. Á leiðinni til baka sá ég þessar bjarkir í nýju ljósi úr þeirri átt. Útsýnið frá þeim í átt heim til okkar er alveg frábært. Að vísu er lóðin hjá okkur að nokkru eins og byggingarsvæði ennþá. Aftan við bílinn eru til dæmis þrír haugar af ólíkum efnum og þessir haugar verða þarna eitthvað enn um sinn. Valdís hélt áfram tiltekt í dag, sáði grasfræi og vökvaði. Hún tók því heldur rólegar en í gær þegar hún fór alveg hamförum. Þetta er allt að koma.


Kommentarer
Þórlaug

Frábært að sjá myndirnar, ég var að lesa þrjú blogg.

Bestu kveðjur til Valdísar,

Þórlaug

2011-05-10 @ 23:47:44
Rósa

Svakalega er orðið sumarlegt hjá ykkur.



Kveðja,



R

2011-05-11 @ 17:18:43
Guðjón Björnsson

Já Þórlaug, myndirnar eru frá bærar. Það er ótrúlega mörg stór og stílfull tré í Sólvallaskóginum. "Ståtliga björkar" eru trjádrottningar norðursins. Já Rósa, og ef það rignir eins og er spáð, þá verður nú hægt að hlusta á vöxtinn.



Með sumarkveðju frá Sólvöllum

2011-05-11 @ 18:25:10
URL: http://gudjon.blogg.se/


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0