Fyrsti í aðventu er á leiðinni

Mér ber að fara að leggja mig. Ég fór um hálf tíu í gærmorgun og kom heim um hálf þrjú í dag og svo fer ég aftur á morgun um hálf ellefu. Og hvert er ég þá að fara? Í morgun var ég tvisvar sinnum með 28 manns í einum sal og þar ræddi fólk saman. Fólk sagði frá því hvað hefði farið úrskeiðis í lífinu, hvaða væntingar hefðu brugist og hvers vegna, hvaða annmarka það sæi í sinni egin persónu og hvaða breytingum væri mikilvægast að vinna að nú þegar og í framtíðinni. Þetta fólk á sér drauma um að verða betri mömmur og pabbar, að verða betri bræður eða systur, dætur eða synir, að verða betri þjóðfélagsþegnar. Ég var hjá þessu fólki fyrr í dag og fer til þess aftur á morgun.

Ef öll heimsbyggðin gæti talað saman á þennan hátt væri framtíð barnabarnanna okkar mikið björt. Ég spurði þetta fólk hvernig því yrði tekið ef þau slægju með teskeiðinni í bollann í kaffitímanum á vinnustaðnum og styngju upp á því að tala um sorgina yfir því að hafa mistekist með svo mikið af væntingum sínum, að tala um sorgina yfir að hafa mistekist að virkja bestu hæfileika sína. Ungur maður varð til svars og sagði að þá mundu allir standa upp og fara að vinna. Þegar þetta fólk á sínar bestu stundir saman er fölskvalaus heiðarleiki hafður að leiðarljósi

Svo kom ég heim og sá stjörnur og jólaljós sem Valdís hefur verið að dunda við að setja upp. Ég byrjaði á því að fara út í geymslu til að sækja útiseríuna sem á að vera yfir aðalinnganginum. Ég vissi að Valdís óskaði þess, en ég vissi líka að hún mundi ekki fara fram á að hún kæmi upp fyrr en eftir helgi. Svo hjálpuðumst við að setja hana upp og svo er fyrsti í aðventu á morgun.


Ég held að ég segi einhvers staðar frá því fyrir hver jól að þessi sería yfir aðalinnganginum hafi líka verið notuð í mörg ár í Hrísey og hún lýsti upp fyrir jólin hjá okkur í Svärdsjö. Síðan lýsti hún upp yfir svölunum hjá okkur í Falun og einnig yfir svölunum hjá okkur í Örebro. En það er alls ekki það eina sem ég segi frá hvað eftir annað og vissar staðreyndir verða heldur ekki verri þó að sagt sé frá þeim oftar en einu sinni.


Þarna er komið heim að húsinu. Myndin er alls ekki nein gæðamynd og ekki sú fyrri heldur, en þær verða að duga að þessu sinni. Það lítur út fyrir það samkvæmt þessum myndum að það sé mikið myrkur í sveitinni. Eiginlega ofgera báðar þessar myndir myrkrinu og eitt er víst; við sjáum stjörnurnar á himinhvolfinu á heiðskýrum kvöldum ef við bara viljum.

Það var annar í íslensku hangikjöti í dag þar sem við borðuðum helminginn af hangikjötinu sem við ekki borðuðum á afmælisdaginn hennar Valdísar.

Nú þarf ég að fara að bursta og pissa og leggja mig svo að ég geti á morgun, úthvíldur og hress, rétt út hendina til fólksins sem talaði um lífið í morgun. Svo kem ég heim fyrir hádegi á mánudaginn og vinn aðeins tvo dagvinnudaga í næstu viku. Það sem sagt finnst mikið ljós í myrkrinu ef að er gáð.




Kommentarer
Þórlaug

Mikið er jólahúsið ykkar fallegt þegar jólaljósin eru komin upp :-)



Kærar kveðjur,



Þórlaug

2011-11-26 @ 23:39:43


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0