Hundleiðinlegt mál

Ég las í morgun sænska grein um uppbygginguna á íslenska efnahagskerfinu og því get ég ekki orða bundist. Greinin heitir Stoltir Íslendingar reisa sig fljótt við. Nú, ef að vanda lætur, koma einhverjir íslenskir spekingar til með að skrifa greinar um þetta og hakka það niður sem sem sagt er í sænsku greininni. Þeir sem koma til með að gera það, ef að vanda lætur, hafa aldrei staðið í eldlínunni en telja sig samt sem áður hafa efni á því að vita betur. Í sænsku greininni er mest byggt á upplýsingum frá norska manninum Svein Harald Øygard sem var um tíma bankastjóri Seðlabanka Íslands. Svein Harald stóð til dæmis í eldlínunni upp úr 1990 þegar Norðmenn þurftu að taka á honum stóra sínum í þáverandi fjármálakreppu. Síðan hefur hann unnið störf sem krefjast þess að maður viti hvað maður er að gera.

sænska greinin

Í gærmorgun var sænski fjármálaráðherran mikið á skjánum og þá talaði hann nokkrum sinnum um Ísland. Hann sagði að ef Grikkir hefðu tekið á sínum fjármálavandræðum á sama hátt og íslendingar gerðu, þá væru engin vandræði þar. Það mundi að vísu ennþá vera kreppa en engin óviðráðanleg vandræði. Gegnum misserin hefur Anders Borg oft vitnað í það hvernig Íslendingarnir brugðust við og af góðu einu. Hann er fjármálaráðherra Svíþjóðar, þess lands sem hefur bestu eða einhverja allra bestu stjórn allra landa á ríkiskassanum. Ef ekki ríkiskassinn er í lagi verður heldur ekkert annað í lagi hjá neinu þjóðfélagi segir Borg. Anders Borg hefur staðið í eldlínunni þó að hann sé aðeins 43 ára og hann er mikils virtur.

Þó að Anders Borg sé mikils virtur og hafi staðið í eldlínunni síðan 2006 geri ég ráð fyrir að orð hans séu ekki í hávegum höfð hjá íslenskum hagfræðingum og próffesorum sem aldrei hafa staðið í eldlínunni. Íslenska stjórnarandstaðan og innilegir áhangendur hennar með raðir af háskólagráðum hafa allt frá síðustu stjórnarskiptum matað þjóð sína á þann hátt að núverandi ríkisstjórn hafi gert allt eða það mesta vitlaust og það litla sem hafi verið gert rétt hafi verið gert fyrir óeigingjarna baráttu hrunflokkanna. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að núverandi ríkisstjórn hafi gert allt rétt. Djúp efnahagskreppa leysir sig aldrei í einu vetvangi og alltaf lenda einhverjir í vandræðum. En sálfræðilega unninn áróður sem leiðir til sundurlyndis hjálpar ekki Íslendingum. Hann gerir þá óörugga, fær þá til að líða illa langt umfram það sem þörf er á og skapar ranghugmyndir.

Ég trúi betur mönnum sem hafa sýnt í verki að þeir vita hvað þeir eru að gera

betur en þeim sem vita hvað á að gera

eða bara plokka niður það sem hefur verið gert

Ég hef heyrt marga segja að þessir menn séu alveg asskoti klárir. Skrýtið að þeir skuli ekki hafa verið í eldlínunni.

Ég er ekki á Íslandi og ætti bara að halda mér saman. Ég var líka í vafa þegar ég byrjaði á þessum línum og þegar ég var byrjaður fann ég hvernig púlsinn varð hraðari og það var eins og húðin yrði heitari. Þá lá við að ég henti því sem ég var byrjaður á. Svo hélt ég áfram. Áróður í einu landi á ekki að fá fólk til að líða illa. Því líður nógu illa samt.

Ég hef oftast kosið sænska alþýðuflokkinn, þann sem  Håkan Juholt er að reyna að taka yfir núna, en ég hef ekki kosið hann tvö síðustu kjörtímabil -og mér dettur alls ekki í hug að kjósa hann núna. Ég mun heldur ekki kjósa Vinstri flokkinn. Ég mun kjósa hægri flokkinn Moderaterna eða Umhverfisflokkinn. Ég er ekki meiri vinstri maður en svo.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0