Jólin sungin inn í Krekklingekirkju

Kirkjan okkar heitir Krekklingekirkja (Kräcklingekyrka). Þar var konsert í kvöld sem kallast "að syngja inn jólin" þar sem nú er komin aðventa. Fram komu tveir "Hafa það gott kórar" og þar með kórinn hennar Valdísar. Kirkjan var full af fólki og það má segja að þetta var að stórum hluta fjöldasöngur. Ég verð að segja það að Svíar eru duglegir við að syngja. Ég sat frekar framarlega í kirkjunni og þegar það var fjöldasöngur dundi mjög sterkur söngur að baki mér en framan við okkur voru kórarnir. Já, þetta var nú skemmtileg blanda.

Ég harmaði næstum að ég var ekki alinn upp við söng. Þegar ég er meðal fólks þar sem nákvæmlega allir syngja fullum hálsi, þá finnst mér erfitt að vera ekki svolítill söngvari líka. Meira að segja hluti þeirra sem sungu í fjöldasöngnum að baki mér rödduðu sönginn. Ég vil ekki segja að ég hafi verið öfundsjúkur, en það var þó á mörkunum ef ég er alveg heiðarlegur, og þetta er ekki í fyrsta skipti. Svo er annað við svona tækifæri sem ég dáist að. Allt í einu kemur fólk úr sal og gengur fram með ólík hljóðfæri og spilar og syngur. Svo fer það í sæti sín og stuttu seinna kemur fram annað fólk úr sal með enn önnur hljóðfæri. Þannig var þessi konsert lífgaður upp með sérstökum atriðum. Það var mikið um svona óvæntar uppákomur í kirkjunni okkar í Örebro meðan við vorum þar.


Svona geta tveir "Hafa það gott kórar" litið út þegar jólin eru sungin inn í sænskri kirkju. Myndavélin réði nú illa við aðstæðurnar, en það má þó greina Valdísi aftan til í kórnum fyrir miðri altaristöflunni.


Svo dró ég svoítið að til að ná KiddaVillasysturinni frá Hrísey betur fram á myndinni. Það varð auðvitað á kostnað myndgæðanna sem ekki voru of góð fyrir. Nú er Valdís nokkuð til vinstri á myndinni bakatil.

Þetta var alveg frábær slökun eftir langa vinnuhelgi í Vornesi. Svo fengu allir kaffi og kökur á eftir.


Kommentarer


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0