Koppången -miklir snillingar sem lifa meðal okkar

Ég sá á FB um daginn að það er búið að gera íslenskan texta við Koppången og á umslaginu er lagið sagt sænskt þjóðlag. En sannleikurinn er sá að höfundurinn er frá Orsa (Úrsa) í norðvestur Dölunum, Per-Erik Moraeus eller Perre som man säger också, og lagið er alls ekki gamalt. Við Valdís vorum á stórum jólatónleikum í Örebro fyrir nokkrum árum og þar kom fram hljómsveit sem heitir Orsa spelmän. Spelmän eru þeir sem leika á fiðlur. Orsa spelmän eru nokkrir menn sem flestir eru frá Orsa og alla vega þrír þeirra eru bræður og einn þeirra er Perre, höfundur Koppången. Á þessum jólatónleikum lýsti Perre hvernig lagið Koppången varð til. Það sem gerir Orsa spelmän öðruvísi en annað hljómsveitarfólk er að þeir eru yfirleitt klæddir í leðursvuntur þegar þeir koma fram -og svo eru þeir bara algerir snillingar.

Annars er Koppången stórt mýrarsvæði 20 km norður af Orsa, nokkuð sem við Valdís bara verðum að heimsækja þegar ég verð alvöru ellilífeyrisþegi. Þetta svæði þykir mjög sérstakt og er meðal annars vinsælt útivistarsvæði og Perre þótti sem lagið gæti ekki fengið betra nafn við sitt hæfi. Lagið Koppången er séð sem alger perla í Svíþjóð. Hér er svolítið um höfundinn og útivistarsvæðið Koppången.

Koppången

Lagið er séð sem alger perla í Svíþjóð sagði ég. En hún norska Sissel hefur líka spreitt sig á því og tókst vel til eins og hún gerir alltaf.

Sissel syngur Koppången


Hann Kalle Moraeus, einn Orsabræðranna, er landskunnur snillingur og leikur á öll möguleg hljóðfæri. Hér leikur hann lagið Koppången á fiðlu.

Kalle Moraeus leikur Koppången á fiðlu



Hér er mynd af meiri hlutanum af Orsa splmän. Bræðurnir þrír eru til vinstri og höfundur Koppången er næst lengst til vinstri. Maðurinn lengst til hægri er ekki frá Orsa. Hann er lang stærstur enda er hann frá Storviken.


Kommentarer
Þóra Björgvinsdóttir

Sæll Guðjón gaman að lesa pistlana þína altaf fróðlegir hér linkur á lagið sem þú talar um í pistlinum hefur kænski gaman að hlusta á það kveðja

http://www.youtube.com/watch?v=oMutRjFtQ68&feature=player_embedded



Vetur / Koppången - Hjördís Ásta video

Jólakveðja :)



2011-11-29 @ 00:20:25


Kommentera inlägget här:


Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0